Körfubolti

Frank Booker með míkra­fón í miðjum leik: „Þetta er tær snilld“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Frank Aron Booker leyfði áhorfendum að fylgjast með sér í seinasta leik.
Frank Aron Booker leyfði áhorfendum að fylgjast með sér í seinasta leik. Vísir/Hulda Margrét

Bryddað hefur verið upp á þeirri nýjung í Subway-deild karla í körfubolta að setja míkrafón á leikmenn og þjálfara deildarinnar. Frank Aron Booker, leikmaður Vals, leyfði áhorfendum að heyra hvað hann hafði að segja í síðasta leik.

„Alls ekki fara að pissa eða neitt svoleiðis núna því þetta er tær snilld,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, þegar hann kynnti inn innslagið.

Óhætt er að segja að Stefán hafi engu logið því Frank fer á kostum með míkrafóninn. Hann byrjar á því að athuga hvort heyrist ekki örugglega hátt og skýrt í honum áður en hann tilkynnir þeim sem hlusta að hann ætli að rappa fyrir mannskapinn.

Frank hrósar svo dómurum leiksins fyrir góða hárgreiðslu, þó ekkert hár sé til staðar, áður en leikurinn hefst. Það er svo óhætt að segja að Frank hafi mikla trú á hinum efnilega Ástþóri Svalasyni, en þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Frank Booker mic'd up



Fleiri fréttir

Sjá meira


×