Viðskipti innlent

Ólafur tekur við stöðu Ólafs hjá Carbfix

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Elínarson.
Ólafur Elínarson. Carbfix

Ólafur Elínarson hefur verið ráðinn til Carbfix þar sem hann mun starfa að samskiptamálum og samfélagstengslum fyrir hönd fyrirtækisins.

Samhliða þessu um Ólafur Teitur Guðnason taka að sér nýtt hlutverk hjá Carbfix við að leiða málefni opinberrar stefnumótunar um loftslagsaðgerðir á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Ólafur Elínarson er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og var áður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sviðsstjóri markaðrannsókna hjá Gallup ásamt því að sinna stundakennslu á háskólastigi. 

Um Carbfix segir að félagið sé brautryðjandi á heimsvísu í bindingu CO2 í bergi neðanjarðar. 

„Fyrirtækið hefur síðan 2012 bundið yfir 90 þúsund tonn af CO2 á Íslandi með eigin tækni sem er örugg, sannreynd, varanleg og hagkvæm. Stefnt er að frekari innleiðingu hennar bæði á Íslandi og erlendis. Fyrirtækið hefur vakið heimsathygli, en prýðir til að mynda forsíðu nýjustu útgáfu hins virta tímarits National Geographic,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×