Alkóhólismi og fíkn meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana Sigurður Gunnsteinsson skrifar 8. desember 2023 14:00 Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun