Njarðvíkingar geta afrekað það í kvöld sem hefur ekki sést í „El Clasico“ í 37 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 15:40 Mario Matasovic og félagar í Njarðvík hafa unnið fjóra deildarleiki í röð á móti Keflavík. Vísir/Vilhelm Njarðvík tekur á móti Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld en þetta er lokaleikur tíundu umferðar og um leið einn af stærstu leikjum tímabilsins. Það er mikil eftirvænting fyrir leikinn enda bæði liðin að gera góða hluti í deildinni. Njarðvíkingar komast einir á toppinn með sigri en vinni Keflvíkingar þá verða fimm lið efst og jöfn í efsta sætinu. „El Clasico“ leikur Reykjanesbæjarliðanna er alltaf einn af hápunktum tímabilsins og hvað þá þegar bæði liðin eru í toppbaráttunni. Njarðvíkingar hafa unnið báða deildarleiki liðanna undanfarin tvö tímabil og hafa því unnið fjóra síðustu deildarleikina í Reykjanesbæjarslagnum. Keflvíkingar hafa reyndar slegið Njarðvík tvisvar út úr bikarkeppninni á þessum tíma en þegar kemur að leikjum í Subway deildinni þá hafa þeir grænu alltaf fagnað sigri. Njarðvík vann fyrsta leikinn í þessari fjögurra leikja sigurgöngu 30. desember 2021 en Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik á móti nágrönnum sínum síðan þeir unnu 32 stiga sigur, 89-57, í Blue höllinni 19. mars 2021. Liðin hafa nokkrum sinnum unnið fjóra leiki í röð á móti hvoru öðru undanfarin ár en það er hins vegar langt síðan að annað liðið náði að vinna fimm leiki í röð. Síðasta liðið til að vinna fimm „El Clasico“ leiki í röð var lið Njarðvíkinga vorið 1986. Njarðvík vann þá sex deildarleiki í röð á móti Keflavík frá febrúar 1984 til febrúar 1986 en Keflvíkingar féllu úr deildinni á þessum tíma. Keflavík hafði unnið fjóra fyrstu deildarleiki liðanna þegar Keflvíkingar komu fyrst upp í efstu deild á 1982-83 tímabilinu. Þeir unnu síðan Njarðvík með einu stigi í Ljónagryfjunni 18. nóvember 1983 en síðan ekki aftur fyrr en liðin mættust í Keflavík 23. október 1986. Í sjötta sigri Njarðvík í röð á Keflavík, 103-83 sigur í Keflavík 21. febrúar 1986, þá voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 28 stig hvor en Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík eða 24 stig. Keflvíkingar enduðu síðan taphrinu sína á móti Njarðvík átta mánuðum síðar með 72-64 sigri í Keflavík. Hreinn Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 21 stig en Guðjón Skúlason skoraði 14 stig. Valur Ingimundarson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 24 stig. Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983 Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Það er mikil eftirvænting fyrir leikinn enda bæði liðin að gera góða hluti í deildinni. Njarðvíkingar komast einir á toppinn með sigri en vinni Keflvíkingar þá verða fimm lið efst og jöfn í efsta sætinu. „El Clasico“ leikur Reykjanesbæjarliðanna er alltaf einn af hápunktum tímabilsins og hvað þá þegar bæði liðin eru í toppbaráttunni. Njarðvíkingar hafa unnið báða deildarleiki liðanna undanfarin tvö tímabil og hafa því unnið fjóra síðustu deildarleikina í Reykjanesbæjarslagnum. Keflvíkingar hafa reyndar slegið Njarðvík tvisvar út úr bikarkeppninni á þessum tíma en þegar kemur að leikjum í Subway deildinni þá hafa þeir grænu alltaf fagnað sigri. Njarðvík vann fyrsta leikinn í þessari fjögurra leikja sigurgöngu 30. desember 2021 en Keflvíkingar hafa ekki unnið deildarleik á móti nágrönnum sínum síðan þeir unnu 32 stiga sigur, 89-57, í Blue höllinni 19. mars 2021. Liðin hafa nokkrum sinnum unnið fjóra leiki í röð á móti hvoru öðru undanfarin ár en það er hins vegar langt síðan að annað liðið náði að vinna fimm leiki í röð. Síðasta liðið til að vinna fimm „El Clasico“ leiki í röð var lið Njarðvíkinga vorið 1986. Njarðvík vann þá sex deildarleiki í röð á móti Keflavík frá febrúar 1984 til febrúar 1986 en Keflvíkingar féllu úr deildinni á þessum tíma. Keflavík hafði unnið fjóra fyrstu deildarleiki liðanna þegar Keflvíkingar komu fyrst upp í efstu deild á 1982-83 tímabilinu. Þeir unnu síðan Njarðvík með einu stigi í Ljónagryfjunni 18. nóvember 1983 en síðan ekki aftur fyrr en liðin mættust í Keflavík 23. október 1986. Í sjötta sigri Njarðvík í röð á Keflavík, 103-83 sigur í Keflavík 21. febrúar 1986, þá voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson stigahæstir í Njarðvíkurliðinu með 28 stig hvor en Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík eða 24 stig. Keflvíkingar enduðu síðan taphrinu sína á móti Njarðvík átta mánuðum síðar með 72-64 sigri í Keflavík. Hreinn Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 21 stig en Guðjón Skúlason skoraði 14 stig. Valur Ingimundarson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 24 stig. Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983
Flestir deildarsigrar í röð í innbyrðis leikjum Njarðvíkur og Keflavíkur: 6 - Njarðvík 1984-1986 4 - Njarðvík 2021- í gangi 4 - Keflavík 2019-2021 4 - Keflavík 2016-2018 4 - Njarðvík 2008-2009 4 - Njarðvík 1995-1996 4 - Keflavík 1982-1983
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira