Körfubolti

„Svo er hann ekkert eðli­lega svalur þegar hann kemur til baka“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Maté Dalmay var með augu í hnakkanum í vikunni.
Maté Dalmay var með augu í hnakkanum í vikunni. Vísir/Stöð 2 Sport

Strákarnir í Körfuboltakvöldi Extra voru á léttu nótunum síðastliðinn þriðjudag þegar þeir fóru yfir allt það helsta úr heimi Subway-deildar karla.

Meðal þess sem var á dagskrá í þætti þriðjudagsins var „Góð vika/Slæm vika“ þar sem þeir félagar fara yfir allt það góða og allt það slæma sem gerðist á körfuboltavellinum í vikunni.

Það fyrsta sem rætt var um að hafi átt slæma viku var nárinn á Huga Halldórssyni, leikmanni Hauka. Hugi var þá skilinn eftir í leik gegn Hetti, en til allrar hamingju fyrir Huga klikkuðu gestirnir á skoti sínu og Haukar skoruðu þriggja stiga körfu á hinum enda vallarins.

Þá fannst strákaunum góð viðbrögð eiga góða viku og sýndu þá klippu af Maté Dalmay, þjálfara Hauka, þar sem hann beygði sig undan bolta í miðju viðtali. Hljómar kannski ekki eins og mikið, en boltinn kom aftan að þjálfaranum sem virtist hafa augu í hnakkanum.

„Svo er hann ekkert eðlilega svalur þegar hann kemur til baka,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins þegar þeir félagar horfðu á Maté begja sig undan boltanum.

Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Nárinn á Huga og barnalán í Kef

Þá þótti strákunum dómgæslan eiga slæma viku, þó aðallega að mati Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Breiðabliks, og barnalán í Keflavík eiga slæma viku, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×