Viðskipti erlent

McDonald's kynnir systur­keðju

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fyrsti CosMc's staðurinn verður opnaður seinna í þessum mánuði.
Fyrsti CosMc's staðurinn verður opnaður seinna í þessum mánuði. McDonald's

Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum.

Nokkrir þeirra drykkja sem verða í boði á CosMc's.McDonald's

Fyrir lok næsta árs verða staðirnir orðnir tíu, flestir þeirra í Texas-ríki. Á matseðli CosMc's verða hinir ýmsu drykkir, heitir og kaldir, sem og bakarísmatur. 

Maturinn verður ekki í fyrirrúmi á CosMc's þrátt fyrir að hann verði á boðstólnum. McDonald's

Nafnið CosMc's er borið fram eins og enska orðið „Cosmics“ (e. geimar) og kemur frá lukkudýri McDonald's frá níunda áratugi síðustu aldar. CosMc var geimvera sem elskaði matinn hjá McDonald's.

Geimveran CosMc elskar matinn á McDonald's.McDonald's
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×