Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. desember 2023 08:31 Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun