Of lítil framleiðni er stjórnunarvandi Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2023 08:31 Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Stéttarfélög Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun