Samviskusáttmálinn Stefán Halldórsson skrifar 4. desember 2023 14:31 Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun