Höldum áfram að brjóta niður manngerða múra! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 4. desember 2023 14:00 Alþjóðadagur fatlaðs fólks var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær, 3. desember. Meginstef dagsins að þessu sinni var „Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanana með og fyrir fatlað fólk.“ Ástæða þess að þetta meginstef var valið núna er sú að ástandið í heiminum hefur leitt til þess innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ekki gengið sem skyldi. Árangurinn er langt undir væntingum og á mörgum sviðum hafa framfarir stöðvast eða staðan versnað miðað við árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt. Þetta er óásættanlegt og þessu verðum við að breyta! Þeir fátækustu og berskjölduðustu verða ávallt verst úti á krepputímum og í óvissuástandi. Bráðabirgðarniðurstöður úr væntanlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fötlun og þróun fyrir árið 2023 benda til þess að ríki heims eigi langt í land með að uppfylla heimsmarkmiðin fyrir fatlað fólk. Við viljum því skora á okkur öll að gera það sem í okkar valdi stendur öll saman og hvert og eitt til að leggja lið og styðja með ráði og dáð vinnu við innleiðingu heimsmarkmiðanna og bjóða fötluð fólki sæti við borðið. Það skiptir sköpum að hlustað sé eftir röddum, þörfum og reynslu fatlaðs fólks Markmiðið með alþjóðlegum degi fatlaðs fólks er að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk taki virkan þátt á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum. Þroskahjálp hélt fyrst upp á daginn 1993 með því að veita viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, þeim sem hafa látið mikið til sín taka við að brjóta miður múra, ryðja úr vegi manngerðum hindrunum, berjast gegn fordómum og breyta viðhorfum almennings og stjórnvalda og stuðla þannig að því að allt fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir, múrbrjótarnir, eru smíðaðir á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Í ár bárust Þroskahjálp margar og mjög góðar tilnefningar til múrbrjóts-viðurkenningarinnar og þökkum við kærlega fyrir þær allar. Valið var svo sannarlega erfitt en þeir sem voru valdir sem múrbjótar fyrir árið 2023 eru: Dagur Steinn Elvu Ómarsson Fyrir baráttu sína gegn hindrunum sem mæta fötluðu fólki, staðalímyndum um fatlað fólk og öráreiti sem það verður fyrir í daglegu lífi. Dagur Steinn hefur í gegnum árin haft óþrjótandi áhuga, elju og þrautseigju við að brjóta niður staðalímyndir um fatlað fólk. Á þessu ári hefur hann sérstaklega beint sjónum að aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks á stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með þeim árangri að í framtíðinni verður tekið tillit til fatlaðs fólks og þeirra staðreyndar að í hópi fatlaðs fólk leynast að sjálfsögðu margir lífsglaðir og öflugir djammarar. Dagur Steinn hefur verið afar duglegur að deila baráttumálum sínum á samfélagsmiðlum og er með hlaðvarp Flogakastið þar sem hann tekur fyrir ýmis mál er varða fatlað fólk almennt og fjallar um líf sitt, íþróttir, áskoranir, gleði og djammið. Hann hefur verið óhræddur að gagnrýna stjórnvöld með hvatningu til að gera betur. Hann hefur fyllt Bæjarbíó í Hafnarfirði þar sem hann var með uppistand. Listvinnzlan Fyrir nýjan skapandi vettvang á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista. Við Listvinnzluna starfar öflugt teymi listafólks sem hefur inngildingu að leiðarljósi og býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu. Listvinnzlan tekur að sér verkefni og ráðgjöf, styður listafólk til þátttöku í listalífi, svo sem við sýningarhald og sölu verka og aðstoðar fólk við að kaupa í listaverk. Í Listvinnzlunni verður starfsrækt gallerí sem býður upp á vettvang þar sem fatlað fólk getur unnið að list sinni og fengið einstaklingsbundinn stuðning þar sem öll tilheyra og hanna hvert og eitt umgjörð um starf sitt og hafa af því atvinnu. Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson Fyrir heimildarleiksýninguna ,,Fúsi, aldur og fyrri störf’’. Nú er í Borgarleikhúsinu verið að sýna heimildarleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunnni ,,Fúsi: Aldur og fyrri störf‘‘ fer Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsi, yfir ævi sína og valin atriði úr hans fjölbreytta lífi með aðstoð leikara og söngvara. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem leikrit er sett upp sem er um, eftir og leikið af leikara með þroskahömlun. Fúsi hefur mætt mörgum hindrunum í lífi sínu sem hafa ekki beygt hann eða bugað heldur eflt hann og hvatt áfram til að lífa lífinu til hins ýtrasta og njóta hvers dags. Hann er mikill húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari og lífskúntner. Hann gefst aldrei upp og er mikil fyrirmynd. Sýningin byggist á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans tók í Covid faraldrinum en þá áttu þeir frændur margar samverustundir. Við óskum Múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2023 innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum þeim öllum fyrir það hugrekki, þrautseigju og framsækni sem þau hafa sýnt með orðum sínum og verkum. Með því hafa þau brotið stór skörð í vonda hindrana-múrinn. Höldum áfram að standa saman í því að brjóta niður manngerða múra, látum í okkur heyra og síðast en ekki síst eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fatlaðs fólks var haldinn hátíðlegur um allan heim í gær, 3. desember. Meginstef dagsins að þessu sinni var „Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanana með og fyrir fatlað fólk.“ Ástæða þess að þetta meginstef var valið núna er sú að ástandið í heiminum hefur leitt til þess innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ekki gengið sem skyldi. Árangurinn er langt undir væntingum og á mörgum sviðum hafa framfarir stöðvast eða staðan versnað miðað við árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt. Þetta er óásættanlegt og þessu verðum við að breyta! Þeir fátækustu og berskjölduðustu verða ávallt verst úti á krepputímum og í óvissuástandi. Bráðabirgðarniðurstöður úr væntanlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fötlun og þróun fyrir árið 2023 benda til þess að ríki heims eigi langt í land með að uppfylla heimsmarkmiðin fyrir fatlað fólk. Við viljum því skora á okkur öll að gera það sem í okkar valdi stendur öll saman og hvert og eitt til að leggja lið og styðja með ráði og dáð vinnu við innleiðingu heimsmarkmiðanna og bjóða fötluð fólki sæti við borðið. Það skiptir sköpum að hlustað sé eftir röddum, þörfum og reynslu fatlaðs fólks Markmiðið með alþjóðlegum degi fatlaðs fólks er að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreiningar og að fatlað fólk taki virkan þátt á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum. Þroskahjálp hélt fyrst upp á daginn 1993 með því að veita viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, þeim sem hafa látið mikið til sín taka við að brjóta miður múra, ryðja úr vegi manngerðum hindrunum, berjast gegn fordómum og breyta viðhorfum almennings og stjórnvalda og stuðla þannig að því að allt fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Viðurkenningargripirnir, múrbrjótarnir, eru smíðaðir á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Í ár bárust Þroskahjálp margar og mjög góðar tilnefningar til múrbrjóts-viðurkenningarinnar og þökkum við kærlega fyrir þær allar. Valið var svo sannarlega erfitt en þeir sem voru valdir sem múrbjótar fyrir árið 2023 eru: Dagur Steinn Elvu Ómarsson Fyrir baráttu sína gegn hindrunum sem mæta fötluðu fólki, staðalímyndum um fatlað fólk og öráreiti sem það verður fyrir í daglegu lífi. Dagur Steinn hefur í gegnum árin haft óþrjótandi áhuga, elju og þrautseigju við að brjóta niður staðalímyndir um fatlað fólk. Á þessu ári hefur hann sérstaklega beint sjónum að aðstöðu og aðgengi fatlaðs fólks á stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með þeim árangri að í framtíðinni verður tekið tillit til fatlaðs fólks og þeirra staðreyndar að í hópi fatlaðs fólk leynast að sjálfsögðu margir lífsglaðir og öflugir djammarar. Dagur Steinn hefur verið afar duglegur að deila baráttumálum sínum á samfélagsmiðlum og er með hlaðvarp Flogakastið þar sem hann tekur fyrir ýmis mál er varða fatlað fólk almennt og fjallar um líf sitt, íþróttir, áskoranir, gleði og djammið. Hann hefur verið óhræddur að gagnrýna stjórnvöld með hvatningu til að gera betur. Hann hefur fyllt Bæjarbíó í Hafnarfirði þar sem hann var með uppistand. Listvinnzlan Fyrir nýjan skapandi vettvang á sviði inngildingar, menningar, menntunar og lista. Við Listvinnzluna starfar öflugt teymi listafólks sem hefur inngildingu að leiðarljósi og býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu. Listvinnzlan tekur að sér verkefni og ráðgjöf, styður listafólk til þátttöku í listalífi, svo sem við sýningarhald og sölu verka og aðstoðar fólk við að kaupa í listaverk. Í Listvinnzlunni verður starfsrækt gallerí sem býður upp á vettvang þar sem fatlað fólk getur unnið að list sinni og fengið einstaklingsbundinn stuðning þar sem öll tilheyra og hanna hvert og eitt umgjörð um starf sitt og hafa af því atvinnu. Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson Fyrir heimildarleiksýninguna ,,Fúsi, aldur og fyrri störf’’. Nú er í Borgarleikhúsinu verið að sýna heimildarleiksýningu um Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Í sýningunnni ,,Fúsi: Aldur og fyrri störf‘‘ fer Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, Fúsi, yfir ævi sína og valin atriði úr hans fjölbreytta lífi með aðstoð leikara og söngvara. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem leikrit er sett upp sem er um, eftir og leikið af leikara með þroskahömlun. Fúsi hefur mætt mörgum hindrunum í lífi sínu sem hafa ekki beygt hann eða bugað heldur eflt hann og hvatt áfram til að lífa lífinu til hins ýtrasta og njóta hvers dags. Hann er mikill húmoristi, fótboltaáhugamaður, leikari og lífskúntner. Hann gefst aldrei upp og er mikil fyrirmynd. Sýningin byggist á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón frændi hans tók í Covid faraldrinum en þá áttu þeir frændur margar samverustundir. Við óskum Múrbrjótum Þroskahjálpar ársins 2023 innilega til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum þeim öllum fyrir það hugrekki, þrautseigju og framsækni sem þau hafa sýnt með orðum sínum og verkum. Með því hafa þau brotið stór skörð í vonda hindrana-múrinn. Höldum áfram að standa saman í því að brjóta niður manngerða múra, látum í okkur heyra og síðast en ekki síst eins og segir í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun