Ábyrgð og auðlindir Jóna Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2023 14:00 Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir. Landsvirkjun, orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar, framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við tökum þeirri ábyrgð alvarlega að vinna með náttúruauðlindir. Við þekkjum umhverfisáhrif starfseminnar vel og vinnum stöðugt að því að draga úr þeim eins og kostur er á öllum stigum; við hönnun nýrra virkjana, í framkvæmdum og í rekstri. Við hjá Landsvirkjun gerum einnig ríkar kröfur til þeirra sem við vinnum með um að draga úr losun og koma í veg fyrir umhverfisatvik. Við beitum til dæmis innra kolefnisverði við ákvarðanatöku og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka það verkfæri í notkun. Orkumál eru loftslagsmál Loftslagsmál eru samofin allri starfsemi fyrirtækisins. Kolefnisspor orkuvinnslu fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur losun á orkueiningu lækkað um 67%.Sá árangur hefur náðst með stöðugri áherslu á loftslags- og umhverfismál á öllum sviðum starfseminnar. Landsvirkjun er eitt 283 fyrirtækja í heiminum og eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna CDP og telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Landsvirkjun situr líka á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu mest á árunum 2016-2021. Að vera leiðandi í loftslagsmálum snýst ekki bara um að minnka eigin losun. Við leggjum áherslu á að bregðast við loftslagsbreytingum þvert á starfsemina. Sem dæmi má nefna aðlögun að auknu rennsli og græna fjármögnun. Öll okkar orkuvinnsla telst til loftslagsaðgerða enda leika orkuskipti lykilhlutverk í því að minnka samfélagslosun. Við styðjum jafnframt við orkuskiptin með margvíslegum hætti, til dæmis með þátttöku í samstarfsverkefnum um orkutengda nýsköpun og þróun rafeldsneytisframleiðslu. Við þurfum öll að vinna saman Við leggjum okkur fram við að vera heiðarleg og gegnsæ um markmið, aðgerðir og árangur. Bæði til að upplýsa um framvindu en einnig til að deila með öðrum þeim aðferðum sem við beitum því í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman.Ávinningur af öflugu umhverfisstarfi er okkar allra og komandi kynslóða. Vönduð vinnubrögð, framsýni og hugrekki til að fara nýjar leiðir, oft umfram lagalegar kröfur, skilar sér í því að við erum tilbúin að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar gildir einu hvort við tölum um orkuskiptin eða nýja löggjöf sem verið er að innleiða varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Við hjá Landsvirkjun erum þakklát fyrir viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins á þessum góða árangri okkar í loftslags- og umhverfismálum. Þetta er hvatning fyrir okkur að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð. Orkufyrirtæki þjóðarinnar á að ganga á undan með góðu fordæmi og verður áfram í forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir. Landsvirkjun, orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar, framleiðir rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við tökum þeirri ábyrgð alvarlega að vinna með náttúruauðlindir. Við þekkjum umhverfisáhrif starfseminnar vel og vinnum stöðugt að því að draga úr þeim eins og kostur er á öllum stigum; við hönnun nýrra virkjana, í framkvæmdum og í rekstri. Við hjá Landsvirkjun gerum einnig ríkar kröfur til þeirra sem við vinnum með um að draga úr losun og koma í veg fyrir umhverfisatvik. Við beitum til dæmis innra kolefnisverði við ákvarðanatöku og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka það verkfæri í notkun. Orkumál eru loftslagsmál Loftslagsmál eru samofin allri starfsemi fyrirtækisins. Kolefnisspor orkuvinnslu fyrirtækisins er með því lægsta sem þekkist á heimsvísu. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur losun á orkueiningu lækkað um 67%.Sá árangur hefur náðst með stöðugri áherslu á loftslags- og umhverfismál á öllum sviðum starfseminnar. Landsvirkjun er eitt 283 fyrirtækja í heiminum og eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna CDP og telst þar með til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Landsvirkjun situr líka á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa minnkað losun á framleiðslueiningu mest á árunum 2016-2021. Að vera leiðandi í loftslagsmálum snýst ekki bara um að minnka eigin losun. Við leggjum áherslu á að bregðast við loftslagsbreytingum þvert á starfsemina. Sem dæmi má nefna aðlögun að auknu rennsli og græna fjármögnun. Öll okkar orkuvinnsla telst til loftslagsaðgerða enda leika orkuskipti lykilhlutverk í því að minnka samfélagslosun. Við styðjum jafnframt við orkuskiptin með margvíslegum hætti, til dæmis með þátttöku í samstarfsverkefnum um orkutengda nýsköpun og þróun rafeldsneytisframleiðslu. Við þurfum öll að vinna saman Við leggjum okkur fram við að vera heiðarleg og gegnsæ um markmið, aðgerðir og árangur. Bæði til að upplýsa um framvindu en einnig til að deila með öðrum þeim aðferðum sem við beitum því í umhverfismálum þurfum við öll að vinna saman.Ávinningur af öflugu umhverfisstarfi er okkar allra og komandi kynslóða. Vönduð vinnubrögð, framsýni og hugrekki til að fara nýjar leiðir, oft umfram lagalegar kröfur, skilar sér í því að við erum tilbúin að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þar gildir einu hvort við tölum um orkuskiptin eða nýja löggjöf sem verið er að innleiða varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi. Við hjá Landsvirkjun erum þakklát fyrir viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins á þessum góða árangri okkar í loftslags- og umhverfismálum. Þetta er hvatning fyrir okkur að halda áfram á þessari mikilvægu vegferð. Orkufyrirtæki þjóðarinnar á að ganga á undan með góðu fordæmi og verður áfram í forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar