Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 22:30 Íslenska liðið má vera stolt af sinni frammistöðu í kvöld. EPA-EFE/Beate Oma Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira