Creditinfo Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar 30. nóvember 2023 15:30 Ég er einn af þeim sem einhvern tíma hefur lent í vanskilum. Þegar nóvember rann upp var ég fullur tilhlökkunar nú loksins voru fyrrum skráningar að detta út af vanskilaskrá. Fyrrum skráningar áttu nefnilega að detta út að tólf mánuðum liðnum frá greiðslu kröfunnar. Það er óhætt að segja að gleðin var mikil. Ég var í c1 flokknum og fór upp í b1. Það hafði kostað átak hjá mér komast af vanskilaskrá semja um skuldir og sjá fram á betri tíð. Nú loksins gæti ég farið að leigja eða eignast húsnæði. Svo kemur 23.11.2023 og allt í einu er ég sem er ekki með neinar virkar skráningar né fyrirhugaðar skráningar kominn í ruslflokkinn d1. Fór niður um þrjá flokka og er kominn á verri stað en byrjunarreit. Fyrrum skráningar viðast hafa jafn mikið vægi og virkar skráningar. Þetta er meira en ósanngjarnt því ef ég hefði farið í gjaldþrot þá hefði ég haft hreint borð eftir fimm ár, en vegna þess að ég tók til í mínum málum þá var mér refsað. Allir geta lent í vandræðum með fjármál einhvern tíma á lífsleiðinni. Mér finnst þetta vera eins og að tvídæma einstaklinga. Engin færi að dæma fólk tvisvar í fangelsi fyrir sama glæp. fólk hlýtur að eiga rétt á öðru tækifæri eftir að hafa tekið til í sínum málum. Þetta sviptir 60þ manns fjárhagslegu frelsi er það sanngjarnt? Virk skráning er í fjögur ár segum sem svo að skuldari borgi kröfuna hann borgar kröfuna bíður í fjögur ár eftir að hún fari svo þarf að bíða í fjögur ár eftir því að fyrrum skráning hverfi. Skuldarinn þarf því að bíða í átta ár eftir því að hafa hreint borð. Þetta er stór undarlegt og ekkert jafnræði á milli skuldara. Hvernig getur svona gjörningur samræmst stjórnarskrá? Samkvæmt nýju reglugerðinni er ekkert minnst á tíma á heimildum sem þeir geta farið aftur í fjármalasögu einstaklinga. Creditinfo einfaldlega valdi bara fjögur ár. Hvers vegna hefa þeir svona miklar heimildir? Myndi einhver vilja t.d. að lögregla hefði ótakmarkaðar ótímabundnar heimildir? Creditinfo virðist svo ekki eyða gögnum sem samkvæmt lögum sem þeim ber skylda til. Hvers vegna er þeim leyft að haga sér þannig? Þetta er stór hópur 15% af 386 þúsund 57.900 manns færðust í ruslflokk. Margir sem voru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að enda með hreint borð. Þetta er ósköp venjulegt fólk Íslendingar eins og ég og þú. Það að grafa upp gamlar skuldir á þennan hátt rétt fyrir jól án þess að tilkynna fólki né veita andmælarétt á ekki að líðast í réttarríki. Nágrannar okkar sem nú fyrir jól er búin að missa allar lánsheimildir, kreditkort og sumir sjá fram á húsnæðisleysi mikið myrkur nú rétt fyrir jól. Svona óréttlæti á ekki að líðast. Höfundur er mótmælandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem einhvern tíma hefur lent í vanskilum. Þegar nóvember rann upp var ég fullur tilhlökkunar nú loksins voru fyrrum skráningar að detta út af vanskilaskrá. Fyrrum skráningar áttu nefnilega að detta út að tólf mánuðum liðnum frá greiðslu kröfunnar. Það er óhætt að segja að gleðin var mikil. Ég var í c1 flokknum og fór upp í b1. Það hafði kostað átak hjá mér komast af vanskilaskrá semja um skuldir og sjá fram á betri tíð. Nú loksins gæti ég farið að leigja eða eignast húsnæði. Svo kemur 23.11.2023 og allt í einu er ég sem er ekki með neinar virkar skráningar né fyrirhugaðar skráningar kominn í ruslflokkinn d1. Fór niður um þrjá flokka og er kominn á verri stað en byrjunarreit. Fyrrum skráningar viðast hafa jafn mikið vægi og virkar skráningar. Þetta er meira en ósanngjarnt því ef ég hefði farið í gjaldþrot þá hefði ég haft hreint borð eftir fimm ár, en vegna þess að ég tók til í mínum málum þá var mér refsað. Allir geta lent í vandræðum með fjármál einhvern tíma á lífsleiðinni. Mér finnst þetta vera eins og að tvídæma einstaklinga. Engin færi að dæma fólk tvisvar í fangelsi fyrir sama glæp. fólk hlýtur að eiga rétt á öðru tækifæri eftir að hafa tekið til í sínum málum. Þetta sviptir 60þ manns fjárhagslegu frelsi er það sanngjarnt? Virk skráning er í fjögur ár segum sem svo að skuldari borgi kröfuna hann borgar kröfuna bíður í fjögur ár eftir að hún fari svo þarf að bíða í fjögur ár eftir því að fyrrum skráning hverfi. Skuldarinn þarf því að bíða í átta ár eftir því að hafa hreint borð. Þetta er stór undarlegt og ekkert jafnræði á milli skuldara. Hvernig getur svona gjörningur samræmst stjórnarskrá? Samkvæmt nýju reglugerðinni er ekkert minnst á tíma á heimildum sem þeir geta farið aftur í fjármalasögu einstaklinga. Creditinfo einfaldlega valdi bara fjögur ár. Hvers vegna hefa þeir svona miklar heimildir? Myndi einhver vilja t.d. að lögregla hefði ótakmarkaðar ótímabundnar heimildir? Creditinfo virðist svo ekki eyða gögnum sem samkvæmt lögum sem þeim ber skylda til. Hvers vegna er þeim leyft að haga sér þannig? Þetta er stór hópur 15% af 386 þúsund 57.900 manns færðust í ruslflokk. Margir sem voru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að enda með hreint borð. Þetta er ósköp venjulegt fólk Íslendingar eins og ég og þú. Það að grafa upp gamlar skuldir á þennan hátt rétt fyrir jól án þess að tilkynna fólki né veita andmælarétt á ekki að líðast í réttarríki. Nágrannar okkar sem nú fyrir jól er búin að missa allar lánsheimildir, kreditkort og sumir sjá fram á húsnæðisleysi mikið myrkur nú rétt fyrir jól. Svona óréttlæti á ekki að líðast. Höfundur er mótmælandi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun