Á fráveituvatnið heima í sjónum? Ottó Elíasson skrifar 30. nóvember 2023 12:00 Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar