Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. nóvember 2023 07:30 Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mannréttindi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun