Ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Ægir Þór Steinarsson fær hér fyrri tæknivillu sína en örskömmu síðar var hann búinn að fá aðra. S2 Sport Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson kláraði ekki leik Stjörnunnar á móti Hetti í síðustu umferð Subway deildar karla því hann var rekinn snemma í sturtu af dómurum leiksins. Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Fleiri fréttir Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Fleiri fréttir Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Sjá meira