Skoðun

Birgir Þórarins­son dragi um­mæli sín til baka

Gunnar Waage skrifar

Ég tek undir kröfu Sverris Agnarssonar um að þingmaðurinn Birgir Þórarinsson dragi til baka rangar yfirlýsingar sem hann viðhafði í ræðu í alþingi í vikunni sem leið.

Um leið og eðlilegt hlýtur að teljast að þingmenn hafi nokkurt svigrúm til tjáningar meðan að unnið er úr upplýsingum sem berast í tengslum við atburðina í Ísrael þann 7. Október síðastliðinn.

Þá er það alvarlegt mál að Íslenskur þingmaður skuli ferðast til Ísraels og í krafti stöðu sinnar sem Íslenskur þingmaður eiga þar fundi með ráðamönnum. Stíga þar næst í ræðustól alþingis og fara þar með þann hroðalegasta flaum ósanninda sem að alþingi hefur verið boðið upp á í manna minnum.

Ef að Birgir Þórarinsson heldur að hann geti flutt hér útreiknaðan og vandlega undirbúin hatursáróður stríðsglæpamanna í Ísrael á alþingi Íslendinga, og látið síðan eins og ekkert sé, þá myndi ég persónulega vilja leita eftir áliti á því máli. Hver rétti aðilinn er til þess ætla ég að skoða, en umboðsmaður alþingis held ég að liggi beinast við.

Hér misnotar Birgir aðstöðu sína til að hafa áhrif á ályktun og stefnumótun utanríkismálanefndar, með því að veita nefndinni falskar upplýsingar.

Birgir bregst sinni rannsóknarskyldu, færir nefndinni falskar upplýsingar, leggur þær fram sem staðreyndir í stað þess að leita staðfestingar á réttmæti þeirra og uppruna.

Alþingi er ekki vettvangur fyrir sögusagnir og getgátur um háalvarleg málefni. Þeir sem að misnota aðstöðu sína með þeim hætti sem að Birgir Þórarinsson hefur gert hér eiga að komast að raun um það, að slíku athæfi fylgi afleiðingar.

Höfundur er tónlistarmaður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

18 mánuðir

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar

Sjá meira


×