Evrópudagur sjúkraliða Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 26. nóvember 2023 10:00 Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Þetta er dagur sem er helgaður okkar góðu stétt og því starfi sem við sinnum. Það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum árlega degi en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum þess. Markmið samtakanna er meðal annars að efla hagsmuni sjúkraliða í Evrópu. Í ár ætla ég að minnast þessa dags með því að minna á mikilvægi sjúkraliðastéttarinnar og framþróun hennar. Starfslýsing sjúkraliðans Eins og svo oft áður tekst heilbrigðisstarfsfólk um land allt á við margvíslegar áskoranir og áföll í samfélaginu svo gangverk heilbrigðiskerfisins virki. Iðulega koma sjúkraliðar sterkir inn og sýna með störfum sínum og færni að þeir eru reiðubúnir að takast á við krefjandi aðstæður og axla ábyrgð. Það er beinlínis í starfslýsingu sjúkraliðans. Sjúkraliðar mæta viðfangsefnum sínum af fagmennsku og alúð, og sinna því sem kallað er nærhjúkrun með sambærilegum hætti og Florence Nightingale gerði á sínum tíma. Vegna framþróun sjúkraliðanámsins og mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu hafa stjórnendur víðast hvar áttað sig betur á faglegri hæfni sjúkraliða til að takast á við vandasöm verkefni. Það eru jú sjúkraliðar sem skipa teymin ásamt hjúkrunarfræðingum, sem saman sinna þeim veiku og slösuðu. Sérhæft starfsnám Undanfarin ár hefur færni sjúkraliða til að sinna umönnun og hjúkrun tekið miklum breytingum samhliða gjörbreyttu námi sem í dag er þriggja ára krefjandi starfsnám. Kennslan fer fram við tíu framhaldsskóla víðs vegar um landið og eru nú um 600 nemendur í sjúkraliðanámi á framhaldsskólastigi. Þessir nemendur læra bóklegar og verklegar heilbrigðisgreinar auk sérgreina í hjúkrun. Að námi loknu fá þeir útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis og verða þá löggiltir heilbrigðisstarfsmenn. Sjúkraliðar eru sjálfstæðir í störfum sínum þó þeim beri eins og öðrum heilbrigðisstéttum að fara að faglegum fyrirmælum yfirmanna sinna. Sjúkraliðar eru burðastétt í heilbrigðiskerfinu og eftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru bæði miklir og óháðir búsetu. Vinnustaðir þeirra er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum, auk þess að vera leiðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Innan skamms er vel hægt að ímynda sér að sjúkraliðar muni hasla sér völl innan einkageirans en víða er vaxandi áhugi á þessari öflugu fagstétt. Ákall eftir þjónustu sjúkraliða mun óneitanlega aukast næstu árin enda fer fjöldi eldri borgara vaxandi og mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Þá er ljóst að geðræn vandamál hafa aukist undanfarna áratugi og munu vafalaust gera það áfram. Þessi þróun kallar á æ sérhæfðari heilbrigðisþjónustu sem stjórnvöld sáu fyrir. Háskólinn á Akureyri hefur mætt ákalli stjórnvalda með því að bjóða upp á nýja námsleið fyrir starfandi sjúkraliða. Nú þegar hefur háskólinn útskrifað fyrsta hóp sjúkraliða með diplómapróf með sérhæfingu í öldrun- og heimahjúkrun, og á næsta vori mun nýr hópur sjúkraliða útskrifast með sérhæfingu í samfélagsgeðhjúkrun. Rétt fagfólk á réttum stað Með þessu nýja vinnuafli innan heilbrigðisþjónustunnar skapast aukin tækifæri fyrir sjúkraliða til að taka að sér viðameiri verkefni og aukna ábyrgð. Þá munu okkar nánustu samstarfsfélagar, hjúkrunarfræðingar, einnig geta notið góðs af þessari námsþróun. Því með aðkomu sjúkraliða sem lokið hafa sérhæfðu viðbótarnámi skapast svigrúm til breytinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Með tilfærslu verkefna og ábyrgðar verður unnt að nýta betur þekkingu og hæfni starfsfólks sem vinnur við hjúkrun. Það er allra hagur og ekki síst annarra heilbrigðisstétta. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlag þeirra, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er bæði hrærð og stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagur sjúkraliða. Þetta er dagur sem er helgaður okkar góðu stétt og því starfi sem við sinnum. Það eru Evrópusamtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses-EPN) sem standa að þessum árlega degi en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum þess. Markmið samtakanna er meðal annars að efla hagsmuni sjúkraliða í Evrópu. Í ár ætla ég að minnast þessa dags með því að minna á mikilvægi sjúkraliðastéttarinnar og framþróun hennar. Starfslýsing sjúkraliðans Eins og svo oft áður tekst heilbrigðisstarfsfólk um land allt á við margvíslegar áskoranir og áföll í samfélaginu svo gangverk heilbrigðiskerfisins virki. Iðulega koma sjúkraliðar sterkir inn og sýna með störfum sínum og færni að þeir eru reiðubúnir að takast á við krefjandi aðstæður og axla ábyrgð. Það er beinlínis í starfslýsingu sjúkraliðans. Sjúkraliðar mæta viðfangsefnum sínum af fagmennsku og alúð, og sinna því sem kallað er nærhjúkrun með sambærilegum hætti og Florence Nightingale gerði á sínum tíma. Vegna framþróun sjúkraliðanámsins og mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu hafa stjórnendur víðast hvar áttað sig betur á faglegri hæfni sjúkraliða til að takast á við vandasöm verkefni. Það eru jú sjúkraliðar sem skipa teymin ásamt hjúkrunarfræðingum, sem saman sinna þeim veiku og slösuðu. Sérhæft starfsnám Undanfarin ár hefur færni sjúkraliða til að sinna umönnun og hjúkrun tekið miklum breytingum samhliða gjörbreyttu námi sem í dag er þriggja ára krefjandi starfsnám. Kennslan fer fram við tíu framhaldsskóla víðs vegar um landið og eru nú um 600 nemendur í sjúkraliðanámi á framhaldsskólastigi. Þessir nemendur læra bóklegar og verklegar heilbrigðisgreinar auk sérgreina í hjúkrun. Að námi loknu fá þeir útgefið starfsleyfi frá Embætti landlæknis og verða þá löggiltir heilbrigðisstarfsmenn. Sjúkraliðar eru sjálfstæðir í störfum sínum þó þeim beri eins og öðrum heilbrigðisstéttum að fara að faglegum fyrirmælum yfirmanna sinna. Sjúkraliðar eru burðastétt í heilbrigðiskerfinu og eftirsóttir um land allt. Atvinnumöguleikar eru bæði miklir og óháðir búsetu. Vinnustaðir þeirra er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum, auk þess að vera leiðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Innan skamms er vel hægt að ímynda sér að sjúkraliðar muni hasla sér völl innan einkageirans en víða er vaxandi áhugi á þessari öflugu fagstétt. Ákall eftir þjónustu sjúkraliða mun óneitanlega aukast næstu árin enda fer fjöldi eldri borgara vaxandi og mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Þá er ljóst að geðræn vandamál hafa aukist undanfarna áratugi og munu vafalaust gera það áfram. Þessi þróun kallar á æ sérhæfðari heilbrigðisþjónustu sem stjórnvöld sáu fyrir. Háskólinn á Akureyri hefur mætt ákalli stjórnvalda með því að bjóða upp á nýja námsleið fyrir starfandi sjúkraliða. Nú þegar hefur háskólinn útskrifað fyrsta hóp sjúkraliða með diplómapróf með sérhæfingu í öldrun- og heimahjúkrun, og á næsta vori mun nýr hópur sjúkraliða útskrifast með sérhæfingu í samfélagsgeðhjúkrun. Rétt fagfólk á réttum stað Með þessu nýja vinnuafli innan heilbrigðisþjónustunnar skapast aukin tækifæri fyrir sjúkraliða til að taka að sér viðameiri verkefni og aukna ábyrgð. Þá munu okkar nánustu samstarfsfélagar, hjúkrunarfræðingar, einnig geta notið góðs af þessari námsþróun. Því með aðkomu sjúkraliða sem lokið hafa sérhæfðu viðbótarnámi skapast svigrúm til breytinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Með tilfærslu verkefna og ábyrgðar verður unnt að nýta betur þekkingu og hæfni starfsfólks sem vinnur við hjúkrun. Það er allra hagur og ekki síst annarra heilbrigðisstétta. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlag þeirra, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er bæði hrærð og stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar