Er haframjólk full af eiturefnum? Guðrún Nanna Egilsdóttir, Rósa Líf Darradóttir og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifa 25. nóvember 2023 15:00 Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. Hvað er haframjólk? Haframjólk er jurtamjólk sem búin er til úr höfrum. Hún hefur rjómakennda áferð og milt, örlítið sætt bragð. Hún er vinsæl meðal grænkera og þeirra sem fylgja mjólkurlausu matarræði en hún inniheldur engar dýraafurðir eða laktósa. Haframjólk er búin til með því að leggja hafra í vatn og blanda. Síðan er blandan síuð til að fjarlægja agnir. Hún inniheldur trefjar, gott hlutfall kolvetna, E- vítamín og andoxunarefni og er gjarnan viðbætt með kalki og D-vítamíni. Mýtur um haframjólk 1) Hún inniheldur glýfosfat í skaðlegu magni Í einu kg af höfrum eru 0.723 mg af glýfosfati. Samkvæmt matvælaöryggisstofnuninni EFSA er örugg inntaka glýfosfats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þetta þýðir að 80 kg manneskja getur innbyrt 40 mg á dag án þess að það sé skaðlegt. Manneskjan þyrfti að drekka rúma 550 lítra af haframjólk eða borða 55.3 kg af höfrum á dag til að innbyrða glýfosfat í skaðlegu magni. 2) Hún inniheldur fýtinsýru sem hindrar upptöku næringarefna Fýtinsýra hindrar ekki upptöku efna en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Hún getur bundist þeim í meltingarveginum sem veldur því að þau frásogast verr. Þetta gerist þó einungis ef efnin eru borðuð í sömu máltíð og fýtinsýran. Önnur efni í fæðunni vinna svo gegn þessu með því að auka upptöku á ofangreindum næringarefnum. Gott dæmi um þetta er C-vítamín sem eykur upptöku járns. Þeir sem borða fjölbreytta og næringarríka fæðu fá nóg af þessum efnum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af skorti. Þá getur fýtinsýra haft jákvæð áhrif á heilsu vegna andoxunareiginleika og þannig mögulega verndað gegn DNA skemmdum og krabbameinsfrumuvexti. 3) Hún inniheldur repjuolíu sem er óholl Undanfarið hefur verið vinsælt að halda fram skaðsemi repjuolíu sem byggist þó ekki á neinum traustum vísindalegum grunni. Þvert á móti getur repjuolía sem fitugjafi talist holl fyrir okkur. Hún inniheldur mikið magn ómettaðra fitusýra, sérstaklega fjölómettaðra fitusýra (omega-6 og omega-3), sem gerir hana einstaklega næringarríka. Í repjuolíu eru einnig ýmis virk efni sem geta dregið úr líkum á sykursýki og krabbameini, ásamt því að vernda hjartað. 4)Hafrar innihalda mikið af þungmálminum kadmíumÞungmálmar finnast í einhverju magni í ýmsum matvælum. Í tengslum við hafra þá hefur kadmíum helst verið nefndur. Kadmíum er til staðar í jarðveginum og finnst í fjölda matvæla í mismunandi styrk. Samkvæmt EFSA er örugg inntaka 5.8 mcg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á viku. Fyrir 80 kg manneskju eru það 464 mcg á viku. Í 100 g af höfrum eru 2.1 mcg. Einstaklingur sem er 80 kg þyrfti að borða 22.1 kg af höfrum eða drekka um 220 lítra af haframjólk á viku til þess að fara yfir þau mörk sem teljast örugg. Til að setja það magn í frekara samhengi inniheldur hefðbundin skál af hafragraut (1 desilítri hafrar) u.þ.b. 40 g af höfrum, þannig þyrfti 80 kg einstaklingur að borða 552 skálar af hafragraut á einni viku til að ná yfir mörk öruggrar neyslu á kadmíum. Það að matur innihaldi kadmíum í litlu magni er ekki eitthvað til að hræðast, allskyns efni finnast í flestum mat og sem betur fer eru matvælaöryggisstofnanir að fylgjast með og efnagreina til þess að halda matvælum öruggum til neyslu. Samantekið þá er neysla hafra og haframjólkur í eðlilegum skömmtum ekki áhyggjuefni. Þvert á móti eru hafrar matvæli sem telst almennt jákvætt að hafa sem hluta af mataræði sínu, en þeir eru ríkir af trefjum sem að flestir Íslendingar borða ekki nóg af. Trefjar geta haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og mælt er með að fullorðið fólk innbyrði a.m.k. 25- 35 grömm á dag. Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir heilsufarslegum ávinningi hafra og annars heilkorns. En regluleg neysla á heilkorni getur meðal annars dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ristilkrabbameini. Upplýsingaóreiða nútímans býður upp á aukin tækifæri til þess að fræðast um næringu, en á sama tíma kallar hún á að við mætum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Almennt getur verið hjálplegt að hafa í huga að matur er ekki eitthvað sem við þurfum að hræðast. Ekkert eitt matvæli getur haft það mikið vægi með tilliti til heilsufars að það þurfi alfarið að forðast eða skylda sig til að borða. Upplýsingum frá einstaklingum sem halda fram slíkum skilaboðum ætti því ávallt að taka með fyrirvara og jafnvel leita sér frekari upplýsinga, fremur en að hræðast neyslu matvæla sem við kannski njótum þess að borða og líður vel af. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. Rósa Líf Darradóttir, læknir. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. Hvað er haframjólk? Haframjólk er jurtamjólk sem búin er til úr höfrum. Hún hefur rjómakennda áferð og milt, örlítið sætt bragð. Hún er vinsæl meðal grænkera og þeirra sem fylgja mjólkurlausu matarræði en hún inniheldur engar dýraafurðir eða laktósa. Haframjólk er búin til með því að leggja hafra í vatn og blanda. Síðan er blandan síuð til að fjarlægja agnir. Hún inniheldur trefjar, gott hlutfall kolvetna, E- vítamín og andoxunarefni og er gjarnan viðbætt með kalki og D-vítamíni. Mýtur um haframjólk 1) Hún inniheldur glýfosfat í skaðlegu magni Í einu kg af höfrum eru 0.723 mg af glýfosfati. Samkvæmt matvælaöryggisstofnuninni EFSA er örugg inntaka glýfosfats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þetta þýðir að 80 kg manneskja getur innbyrt 40 mg á dag án þess að það sé skaðlegt. Manneskjan þyrfti að drekka rúma 550 lítra af haframjólk eða borða 55.3 kg af höfrum á dag til að innbyrða glýfosfat í skaðlegu magni. 2) Hún inniheldur fýtinsýru sem hindrar upptöku næringarefna Fýtinsýra hindrar ekki upptöku efna en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Hún getur bundist þeim í meltingarveginum sem veldur því að þau frásogast verr. Þetta gerist þó einungis ef efnin eru borðuð í sömu máltíð og fýtinsýran. Önnur efni í fæðunni vinna svo gegn þessu með því að auka upptöku á ofangreindum næringarefnum. Gott dæmi um þetta er C-vítamín sem eykur upptöku járns. Þeir sem borða fjölbreytta og næringarríka fæðu fá nóg af þessum efnum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af skorti. Þá getur fýtinsýra haft jákvæð áhrif á heilsu vegna andoxunareiginleika og þannig mögulega verndað gegn DNA skemmdum og krabbameinsfrumuvexti. 3) Hún inniheldur repjuolíu sem er óholl Undanfarið hefur verið vinsælt að halda fram skaðsemi repjuolíu sem byggist þó ekki á neinum traustum vísindalegum grunni. Þvert á móti getur repjuolía sem fitugjafi talist holl fyrir okkur. Hún inniheldur mikið magn ómettaðra fitusýra, sérstaklega fjölómettaðra fitusýra (omega-6 og omega-3), sem gerir hana einstaklega næringarríka. Í repjuolíu eru einnig ýmis virk efni sem geta dregið úr líkum á sykursýki og krabbameini, ásamt því að vernda hjartað. 4)Hafrar innihalda mikið af þungmálminum kadmíumÞungmálmar finnast í einhverju magni í ýmsum matvælum. Í tengslum við hafra þá hefur kadmíum helst verið nefndur. Kadmíum er til staðar í jarðveginum og finnst í fjölda matvæla í mismunandi styrk. Samkvæmt EFSA er örugg inntaka 5.8 mcg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á viku. Fyrir 80 kg manneskju eru það 464 mcg á viku. Í 100 g af höfrum eru 2.1 mcg. Einstaklingur sem er 80 kg þyrfti að borða 22.1 kg af höfrum eða drekka um 220 lítra af haframjólk á viku til þess að fara yfir þau mörk sem teljast örugg. Til að setja það magn í frekara samhengi inniheldur hefðbundin skál af hafragraut (1 desilítri hafrar) u.þ.b. 40 g af höfrum, þannig þyrfti 80 kg einstaklingur að borða 552 skálar af hafragraut á einni viku til að ná yfir mörk öruggrar neyslu á kadmíum. Það að matur innihaldi kadmíum í litlu magni er ekki eitthvað til að hræðast, allskyns efni finnast í flestum mat og sem betur fer eru matvælaöryggisstofnanir að fylgjast með og efnagreina til þess að halda matvælum öruggum til neyslu. Samantekið þá er neysla hafra og haframjólkur í eðlilegum skömmtum ekki áhyggjuefni. Þvert á móti eru hafrar matvæli sem telst almennt jákvætt að hafa sem hluta af mataræði sínu, en þeir eru ríkir af trefjum sem að flestir Íslendingar borða ekki nóg af. Trefjar geta haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og mælt er með að fullorðið fólk innbyrði a.m.k. 25- 35 grömm á dag. Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir heilsufarslegum ávinningi hafra og annars heilkorns. En regluleg neysla á heilkorni getur meðal annars dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ristilkrabbameini. Upplýsingaóreiða nútímans býður upp á aukin tækifæri til þess að fræðast um næringu, en á sama tíma kallar hún á að við mætum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Almennt getur verið hjálplegt að hafa í huga að matur er ekki eitthvað sem við þurfum að hræðast. Ekkert eitt matvæli getur haft það mikið vægi með tilliti til heilsufars að það þurfi alfarið að forðast eða skylda sig til að borða. Upplýsingum frá einstaklingum sem halda fram slíkum skilaboðum ætti því ávallt að taka með fyrirvara og jafnvel leita sér frekari upplýsinga, fremur en að hræðast neyslu matvæla sem við kannski njótum þess að borða og líður vel af. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. Rósa Líf Darradóttir, læknir. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun