Er haframjólk full af eiturefnum? Guðrún Nanna Egilsdóttir, Rósa Líf Darradóttir og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifa 25. nóvember 2023 15:00 Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. Hvað er haframjólk? Haframjólk er jurtamjólk sem búin er til úr höfrum. Hún hefur rjómakennda áferð og milt, örlítið sætt bragð. Hún er vinsæl meðal grænkera og þeirra sem fylgja mjólkurlausu matarræði en hún inniheldur engar dýraafurðir eða laktósa. Haframjólk er búin til með því að leggja hafra í vatn og blanda. Síðan er blandan síuð til að fjarlægja agnir. Hún inniheldur trefjar, gott hlutfall kolvetna, E- vítamín og andoxunarefni og er gjarnan viðbætt með kalki og D-vítamíni. Mýtur um haframjólk 1) Hún inniheldur glýfosfat í skaðlegu magni Í einu kg af höfrum eru 0.723 mg af glýfosfati. Samkvæmt matvælaöryggisstofnuninni EFSA er örugg inntaka glýfosfats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þetta þýðir að 80 kg manneskja getur innbyrt 40 mg á dag án þess að það sé skaðlegt. Manneskjan þyrfti að drekka rúma 550 lítra af haframjólk eða borða 55.3 kg af höfrum á dag til að innbyrða glýfosfat í skaðlegu magni. 2) Hún inniheldur fýtinsýru sem hindrar upptöku næringarefna Fýtinsýra hindrar ekki upptöku efna en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Hún getur bundist þeim í meltingarveginum sem veldur því að þau frásogast verr. Þetta gerist þó einungis ef efnin eru borðuð í sömu máltíð og fýtinsýran. Önnur efni í fæðunni vinna svo gegn þessu með því að auka upptöku á ofangreindum næringarefnum. Gott dæmi um þetta er C-vítamín sem eykur upptöku járns. Þeir sem borða fjölbreytta og næringarríka fæðu fá nóg af þessum efnum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af skorti. Þá getur fýtinsýra haft jákvæð áhrif á heilsu vegna andoxunareiginleika og þannig mögulega verndað gegn DNA skemmdum og krabbameinsfrumuvexti. 3) Hún inniheldur repjuolíu sem er óholl Undanfarið hefur verið vinsælt að halda fram skaðsemi repjuolíu sem byggist þó ekki á neinum traustum vísindalegum grunni. Þvert á móti getur repjuolía sem fitugjafi talist holl fyrir okkur. Hún inniheldur mikið magn ómettaðra fitusýra, sérstaklega fjölómettaðra fitusýra (omega-6 og omega-3), sem gerir hana einstaklega næringarríka. Í repjuolíu eru einnig ýmis virk efni sem geta dregið úr líkum á sykursýki og krabbameini, ásamt því að vernda hjartað. 4)Hafrar innihalda mikið af þungmálminum kadmíumÞungmálmar finnast í einhverju magni í ýmsum matvælum. Í tengslum við hafra þá hefur kadmíum helst verið nefndur. Kadmíum er til staðar í jarðveginum og finnst í fjölda matvæla í mismunandi styrk. Samkvæmt EFSA er örugg inntaka 5.8 mcg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á viku. Fyrir 80 kg manneskju eru það 464 mcg á viku. Í 100 g af höfrum eru 2.1 mcg. Einstaklingur sem er 80 kg þyrfti að borða 22.1 kg af höfrum eða drekka um 220 lítra af haframjólk á viku til þess að fara yfir þau mörk sem teljast örugg. Til að setja það magn í frekara samhengi inniheldur hefðbundin skál af hafragraut (1 desilítri hafrar) u.þ.b. 40 g af höfrum, þannig þyrfti 80 kg einstaklingur að borða 552 skálar af hafragraut á einni viku til að ná yfir mörk öruggrar neyslu á kadmíum. Það að matur innihaldi kadmíum í litlu magni er ekki eitthvað til að hræðast, allskyns efni finnast í flestum mat og sem betur fer eru matvælaöryggisstofnanir að fylgjast með og efnagreina til þess að halda matvælum öruggum til neyslu. Samantekið þá er neysla hafra og haframjólkur í eðlilegum skömmtum ekki áhyggjuefni. Þvert á móti eru hafrar matvæli sem telst almennt jákvætt að hafa sem hluta af mataræði sínu, en þeir eru ríkir af trefjum sem að flestir Íslendingar borða ekki nóg af. Trefjar geta haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og mælt er með að fullorðið fólk innbyrði a.m.k. 25- 35 grömm á dag. Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir heilsufarslegum ávinningi hafra og annars heilkorns. En regluleg neysla á heilkorni getur meðal annars dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ristilkrabbameini. Upplýsingaóreiða nútímans býður upp á aukin tækifæri til þess að fræðast um næringu, en á sama tíma kallar hún á að við mætum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Almennt getur verið hjálplegt að hafa í huga að matur er ekki eitthvað sem við þurfum að hræðast. Ekkert eitt matvæli getur haft það mikið vægi með tilliti til heilsufars að það þurfi alfarið að forðast eða skylda sig til að borða. Upplýsingum frá einstaklingum sem halda fram slíkum skilaboðum ætti því ávallt að taka með fyrirvara og jafnvel leita sér frekari upplýsinga, fremur en að hræðast neyslu matvæla sem við kannski njótum þess að borða og líður vel af. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. Rósa Líf Darradóttir, læknir. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. Hvað er haframjólk? Haframjólk er jurtamjólk sem búin er til úr höfrum. Hún hefur rjómakennda áferð og milt, örlítið sætt bragð. Hún er vinsæl meðal grænkera og þeirra sem fylgja mjólkurlausu matarræði en hún inniheldur engar dýraafurðir eða laktósa. Haframjólk er búin til með því að leggja hafra í vatn og blanda. Síðan er blandan síuð til að fjarlægja agnir. Hún inniheldur trefjar, gott hlutfall kolvetna, E- vítamín og andoxunarefni og er gjarnan viðbætt með kalki og D-vítamíni. Mýtur um haframjólk 1) Hún inniheldur glýfosfat í skaðlegu magni Í einu kg af höfrum eru 0.723 mg af glýfosfati. Samkvæmt matvælaöryggisstofnuninni EFSA er örugg inntaka glýfosfats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þetta þýðir að 80 kg manneskja getur innbyrt 40 mg á dag án þess að það sé skaðlegt. Manneskjan þyrfti að drekka rúma 550 lítra af haframjólk eða borða 55.3 kg af höfrum á dag til að innbyrða glýfosfat í skaðlegu magni. 2) Hún inniheldur fýtinsýru sem hindrar upptöku næringarefna Fýtinsýra hindrar ekki upptöku efna en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Hún getur bundist þeim í meltingarveginum sem veldur því að þau frásogast verr. Þetta gerist þó einungis ef efnin eru borðuð í sömu máltíð og fýtinsýran. Önnur efni í fæðunni vinna svo gegn þessu með því að auka upptöku á ofangreindum næringarefnum. Gott dæmi um þetta er C-vítamín sem eykur upptöku járns. Þeir sem borða fjölbreytta og næringarríka fæðu fá nóg af þessum efnum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af skorti. Þá getur fýtinsýra haft jákvæð áhrif á heilsu vegna andoxunareiginleika og þannig mögulega verndað gegn DNA skemmdum og krabbameinsfrumuvexti. 3) Hún inniheldur repjuolíu sem er óholl Undanfarið hefur verið vinsælt að halda fram skaðsemi repjuolíu sem byggist þó ekki á neinum traustum vísindalegum grunni. Þvert á móti getur repjuolía sem fitugjafi talist holl fyrir okkur. Hún inniheldur mikið magn ómettaðra fitusýra, sérstaklega fjölómettaðra fitusýra (omega-6 og omega-3), sem gerir hana einstaklega næringarríka. Í repjuolíu eru einnig ýmis virk efni sem geta dregið úr líkum á sykursýki og krabbameini, ásamt því að vernda hjartað. 4)Hafrar innihalda mikið af þungmálminum kadmíumÞungmálmar finnast í einhverju magni í ýmsum matvælum. Í tengslum við hafra þá hefur kadmíum helst verið nefndur. Kadmíum er til staðar í jarðveginum og finnst í fjölda matvæla í mismunandi styrk. Samkvæmt EFSA er örugg inntaka 5.8 mcg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á viku. Fyrir 80 kg manneskju eru það 464 mcg á viku. Í 100 g af höfrum eru 2.1 mcg. Einstaklingur sem er 80 kg þyrfti að borða 22.1 kg af höfrum eða drekka um 220 lítra af haframjólk á viku til þess að fara yfir þau mörk sem teljast örugg. Til að setja það magn í frekara samhengi inniheldur hefðbundin skál af hafragraut (1 desilítri hafrar) u.þ.b. 40 g af höfrum, þannig þyrfti 80 kg einstaklingur að borða 552 skálar af hafragraut á einni viku til að ná yfir mörk öruggrar neyslu á kadmíum. Það að matur innihaldi kadmíum í litlu magni er ekki eitthvað til að hræðast, allskyns efni finnast í flestum mat og sem betur fer eru matvælaöryggisstofnanir að fylgjast með og efnagreina til þess að halda matvælum öruggum til neyslu. Samantekið þá er neysla hafra og haframjólkur í eðlilegum skömmtum ekki áhyggjuefni. Þvert á móti eru hafrar matvæli sem telst almennt jákvætt að hafa sem hluta af mataræði sínu, en þeir eru ríkir af trefjum sem að flestir Íslendingar borða ekki nóg af. Trefjar geta haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og mælt er með að fullorðið fólk innbyrði a.m.k. 25- 35 grömm á dag. Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir heilsufarslegum ávinningi hafra og annars heilkorns. En regluleg neysla á heilkorni getur meðal annars dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ristilkrabbameini. Upplýsingaóreiða nútímans býður upp á aukin tækifæri til þess að fræðast um næringu, en á sama tíma kallar hún á að við mætum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Almennt getur verið hjálplegt að hafa í huga að matur er ekki eitthvað sem við þurfum að hræðast. Ekkert eitt matvæli getur haft það mikið vægi með tilliti til heilsufars að það þurfi alfarið að forðast eða skylda sig til að borða. Upplýsingum frá einstaklingum sem halda fram slíkum skilaboðum ætti því ávallt að taka með fyrirvara og jafnvel leita sér frekari upplýsinga, fremur en að hræðast neyslu matvæla sem við kannski njótum þess að borða og líður vel af. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. Rósa Líf Darradóttir, læknir. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun