Er haframjólk full af eiturefnum? Guðrún Nanna Egilsdóttir, Rósa Líf Darradóttir og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifa 25. nóvember 2023 15:00 Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. Hvað er haframjólk? Haframjólk er jurtamjólk sem búin er til úr höfrum. Hún hefur rjómakennda áferð og milt, örlítið sætt bragð. Hún er vinsæl meðal grænkera og þeirra sem fylgja mjólkurlausu matarræði en hún inniheldur engar dýraafurðir eða laktósa. Haframjólk er búin til með því að leggja hafra í vatn og blanda. Síðan er blandan síuð til að fjarlægja agnir. Hún inniheldur trefjar, gott hlutfall kolvetna, E- vítamín og andoxunarefni og er gjarnan viðbætt með kalki og D-vítamíni. Mýtur um haframjólk 1) Hún inniheldur glýfosfat í skaðlegu magni Í einu kg af höfrum eru 0.723 mg af glýfosfati. Samkvæmt matvælaöryggisstofnuninni EFSA er örugg inntaka glýfosfats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þetta þýðir að 80 kg manneskja getur innbyrt 40 mg á dag án þess að það sé skaðlegt. Manneskjan þyrfti að drekka rúma 550 lítra af haframjólk eða borða 55.3 kg af höfrum á dag til að innbyrða glýfosfat í skaðlegu magni. 2) Hún inniheldur fýtinsýru sem hindrar upptöku næringarefna Fýtinsýra hindrar ekki upptöku efna en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Hún getur bundist þeim í meltingarveginum sem veldur því að þau frásogast verr. Þetta gerist þó einungis ef efnin eru borðuð í sömu máltíð og fýtinsýran. Önnur efni í fæðunni vinna svo gegn þessu með því að auka upptöku á ofangreindum næringarefnum. Gott dæmi um þetta er C-vítamín sem eykur upptöku járns. Þeir sem borða fjölbreytta og næringarríka fæðu fá nóg af þessum efnum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af skorti. Þá getur fýtinsýra haft jákvæð áhrif á heilsu vegna andoxunareiginleika og þannig mögulega verndað gegn DNA skemmdum og krabbameinsfrumuvexti. 3) Hún inniheldur repjuolíu sem er óholl Undanfarið hefur verið vinsælt að halda fram skaðsemi repjuolíu sem byggist þó ekki á neinum traustum vísindalegum grunni. Þvert á móti getur repjuolía sem fitugjafi talist holl fyrir okkur. Hún inniheldur mikið magn ómettaðra fitusýra, sérstaklega fjölómettaðra fitusýra (omega-6 og omega-3), sem gerir hana einstaklega næringarríka. Í repjuolíu eru einnig ýmis virk efni sem geta dregið úr líkum á sykursýki og krabbameini, ásamt því að vernda hjartað. 4)Hafrar innihalda mikið af þungmálminum kadmíumÞungmálmar finnast í einhverju magni í ýmsum matvælum. Í tengslum við hafra þá hefur kadmíum helst verið nefndur. Kadmíum er til staðar í jarðveginum og finnst í fjölda matvæla í mismunandi styrk. Samkvæmt EFSA er örugg inntaka 5.8 mcg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á viku. Fyrir 80 kg manneskju eru það 464 mcg á viku. Í 100 g af höfrum eru 2.1 mcg. Einstaklingur sem er 80 kg þyrfti að borða 22.1 kg af höfrum eða drekka um 220 lítra af haframjólk á viku til þess að fara yfir þau mörk sem teljast örugg. Til að setja það magn í frekara samhengi inniheldur hefðbundin skál af hafragraut (1 desilítri hafrar) u.þ.b. 40 g af höfrum, þannig þyrfti 80 kg einstaklingur að borða 552 skálar af hafragraut á einni viku til að ná yfir mörk öruggrar neyslu á kadmíum. Það að matur innihaldi kadmíum í litlu magni er ekki eitthvað til að hræðast, allskyns efni finnast í flestum mat og sem betur fer eru matvælaöryggisstofnanir að fylgjast með og efnagreina til þess að halda matvælum öruggum til neyslu. Samantekið þá er neysla hafra og haframjólkur í eðlilegum skömmtum ekki áhyggjuefni. Þvert á móti eru hafrar matvæli sem telst almennt jákvætt að hafa sem hluta af mataræði sínu, en þeir eru ríkir af trefjum sem að flestir Íslendingar borða ekki nóg af. Trefjar geta haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og mælt er með að fullorðið fólk innbyrði a.m.k. 25- 35 grömm á dag. Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir heilsufarslegum ávinningi hafra og annars heilkorns. En regluleg neysla á heilkorni getur meðal annars dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ristilkrabbameini. Upplýsingaóreiða nútímans býður upp á aukin tækifæri til þess að fræðast um næringu, en á sama tíma kallar hún á að við mætum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Almennt getur verið hjálplegt að hafa í huga að matur er ekki eitthvað sem við þurfum að hræðast. Ekkert eitt matvæli getur haft það mikið vægi með tilliti til heilsufars að það þurfi alfarið að forðast eða skylda sig til að borða. Upplýsingum frá einstaklingum sem halda fram slíkum skilaboðum ætti því ávallt að taka með fyrirvara og jafnvel leita sér frekari upplýsinga, fremur en að hræðast neyslu matvæla sem við kannski njótum þess að borða og líður vel af. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. Rósa Líf Darradóttir, læknir. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. Hvað er haframjólk? Haframjólk er jurtamjólk sem búin er til úr höfrum. Hún hefur rjómakennda áferð og milt, örlítið sætt bragð. Hún er vinsæl meðal grænkera og þeirra sem fylgja mjólkurlausu matarræði en hún inniheldur engar dýraafurðir eða laktósa. Haframjólk er búin til með því að leggja hafra í vatn og blanda. Síðan er blandan síuð til að fjarlægja agnir. Hún inniheldur trefjar, gott hlutfall kolvetna, E- vítamín og andoxunarefni og er gjarnan viðbætt með kalki og D-vítamíni. Mýtur um haframjólk 1) Hún inniheldur glýfosfat í skaðlegu magni Í einu kg af höfrum eru 0.723 mg af glýfosfati. Samkvæmt matvælaöryggisstofnuninni EFSA er örugg inntaka glýfosfats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þetta þýðir að 80 kg manneskja getur innbyrt 40 mg á dag án þess að það sé skaðlegt. Manneskjan þyrfti að drekka rúma 550 lítra af haframjólk eða borða 55.3 kg af höfrum á dag til að innbyrða glýfosfat í skaðlegu magni. 2) Hún inniheldur fýtinsýru sem hindrar upptöku næringarefna Fýtinsýra hindrar ekki upptöku efna en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Hún getur bundist þeim í meltingarveginum sem veldur því að þau frásogast verr. Þetta gerist þó einungis ef efnin eru borðuð í sömu máltíð og fýtinsýran. Önnur efni í fæðunni vinna svo gegn þessu með því að auka upptöku á ofangreindum næringarefnum. Gott dæmi um þetta er C-vítamín sem eykur upptöku járns. Þeir sem borða fjölbreytta og næringarríka fæðu fá nóg af þessum efnum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af skorti. Þá getur fýtinsýra haft jákvæð áhrif á heilsu vegna andoxunareiginleika og þannig mögulega verndað gegn DNA skemmdum og krabbameinsfrumuvexti. 3) Hún inniheldur repjuolíu sem er óholl Undanfarið hefur verið vinsælt að halda fram skaðsemi repjuolíu sem byggist þó ekki á neinum traustum vísindalegum grunni. Þvert á móti getur repjuolía sem fitugjafi talist holl fyrir okkur. Hún inniheldur mikið magn ómettaðra fitusýra, sérstaklega fjölómettaðra fitusýra (omega-6 og omega-3), sem gerir hana einstaklega næringarríka. Í repjuolíu eru einnig ýmis virk efni sem geta dregið úr líkum á sykursýki og krabbameini, ásamt því að vernda hjartað. 4)Hafrar innihalda mikið af þungmálminum kadmíumÞungmálmar finnast í einhverju magni í ýmsum matvælum. Í tengslum við hafra þá hefur kadmíum helst verið nefndur. Kadmíum er til staðar í jarðveginum og finnst í fjölda matvæla í mismunandi styrk. Samkvæmt EFSA er örugg inntaka 5.8 mcg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á viku. Fyrir 80 kg manneskju eru það 464 mcg á viku. Í 100 g af höfrum eru 2.1 mcg. Einstaklingur sem er 80 kg þyrfti að borða 22.1 kg af höfrum eða drekka um 220 lítra af haframjólk á viku til þess að fara yfir þau mörk sem teljast örugg. Til að setja það magn í frekara samhengi inniheldur hefðbundin skál af hafragraut (1 desilítri hafrar) u.þ.b. 40 g af höfrum, þannig þyrfti 80 kg einstaklingur að borða 552 skálar af hafragraut á einni viku til að ná yfir mörk öruggrar neyslu á kadmíum. Það að matur innihaldi kadmíum í litlu magni er ekki eitthvað til að hræðast, allskyns efni finnast í flestum mat og sem betur fer eru matvælaöryggisstofnanir að fylgjast með og efnagreina til þess að halda matvælum öruggum til neyslu. Samantekið þá er neysla hafra og haframjólkur í eðlilegum skömmtum ekki áhyggjuefni. Þvert á móti eru hafrar matvæli sem telst almennt jákvætt að hafa sem hluta af mataræði sínu, en þeir eru ríkir af trefjum sem að flestir Íslendingar borða ekki nóg af. Trefjar geta haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og mælt er með að fullorðið fólk innbyrði a.m.k. 25- 35 grömm á dag. Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir heilsufarslegum ávinningi hafra og annars heilkorns. En regluleg neysla á heilkorni getur meðal annars dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ristilkrabbameini. Upplýsingaóreiða nútímans býður upp á aukin tækifæri til þess að fræðast um næringu, en á sama tíma kallar hún á að við mætum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Almennt getur verið hjálplegt að hafa í huga að matur er ekki eitthvað sem við þurfum að hræðast. Ekkert eitt matvæli getur haft það mikið vægi með tilliti til heilsufars að það þurfi alfarið að forðast eða skylda sig til að borða. Upplýsingum frá einstaklingum sem halda fram slíkum skilaboðum ætti því ávallt að taka með fyrirvara og jafnvel leita sér frekari upplýsinga, fremur en að hræðast neyslu matvæla sem við kannski njótum þess að borða og líður vel af. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. Rósa Líf Darradóttir, læknir. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun