„Þetta líktist helst rokktónleikum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2023 20:00 Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot. Vísir/Arnar Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, er í dag. Fjöldi verslana bauð upp á afslátt í dag, en sumar þeirra fóru fjölbreyttari leiðir við að halda upp á daginn. Dagurinn er að bandarískri fyrirmynd og markar upphaf jólainnkaupatímabilsins. Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent