Vilt þú kaupa vöru sem er framleidd í ólöglegri landtökubyggð Ísraels í Palestínu? Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:00 Umræðan um viðskiptabann á Ísrael er bæði áleitin og vaxandi í ljósi yfirgengilega árása Ísraels á Gasa að undanförnu. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs bauð félaginu Íslandi Palestínu á sinn fund til þess að ræða aðgerðir sem Ísland ætti að beita sér fyrir og þar bar margt á góma. Meðal þess er þingsályktunartillaga sem liggur nú þegar fyrir þinginu og snýst um að merkja vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til hernumdra svæða í Palestínu. Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn að rekja til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu sem stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum, ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun skaðað lífskjör Palestínumanna en ekki má heldur vanmeta hversu umdeildar byggðirnar eru meðal ísraelskra borgara. Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar – viðurkennt landnemabyggðirnar sem hluta Ísraelsríkis. Því ætti ekki að viðurkenna Ísraelsríki sem upprunaland þeirra vara sem framleiddar eru í landnemabyggðunum. Þingmenn VG hafa lagt fram tillögu þessa efnis að minnsta kosti tíu sinnum fyrir Alþingi Íslendinga síðan árið 1999, iðulega með meðflutningi þingmanna úr fleiri flokkum. Vonandi tekst að ná samstöðu um þetta mál núna. Nokkur lönd hafa unnið að reglugerðum þess efnis að upprunamerking þessara vara verði umræddar landnemabyggðir en ekki Ísrael. Á síðasta ári tilkynntu norsk stjórnvöld að merkingin „Framleitt í Ísrael“ eða „Made in Israel“, sé einungis heimil á vörum frá svæðum sem tilheyra Ísrael frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Aðrar vörur þurfi að merkja sem vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum. Þannig að þetta hefur verið tekið upp í nágrannalandi okkar og óskandi að við gætum fylgt því góða fordæmi. Þetta er vissulega ekki það sama og viðskiptabann á vörur frá Ísrael en aðgerð sem skiptir gríðarlega miklu máli til að hnykkja á afstöðu okkar til réttinda Palestínumanna til lands og lífs. Það liggur fyrir úrskurður frá Evrópudómstólnum um það að þetta sé algerlega tæk leið og ekkert henni til fyrirstöðu. Stjórnvöld geta gert sitt. Ég vil líka hvetja íslenska neytendur til að skoða hvar vörurnar sem þeir kaupa eiga uppruna sinn. Það eru til að mynda seld vín í áfengisverslun ríkisins sem eiga uppruna sinn á hernumdum svæðum Palestínu. Mér finnst mikilvægt að við sem neytendur getum valið sjálf hvort við viljum kaupa slíkar vörur. Þetta er því mikilvægt mál, réttlætismál bæði fyrir Palestínumenn en einnig fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Umræðan um viðskiptabann á Ísrael er bæði áleitin og vaxandi í ljósi yfirgengilega árása Ísraels á Gasa að undanförnu. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs bauð félaginu Íslandi Palestínu á sinn fund til þess að ræða aðgerðir sem Ísland ætti að beita sér fyrir og þar bar margt á góma. Meðal þess er þingsályktunartillaga sem liggur nú þegar fyrir þinginu og snýst um að merkja vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til hernumdra svæða í Palestínu. Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn að rekja til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu sem stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum, ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun skaðað lífskjör Palestínumanna en ekki má heldur vanmeta hversu umdeildar byggðirnar eru meðal ísraelskra borgara. Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar – viðurkennt landnemabyggðirnar sem hluta Ísraelsríkis. Því ætti ekki að viðurkenna Ísraelsríki sem upprunaland þeirra vara sem framleiddar eru í landnemabyggðunum. Þingmenn VG hafa lagt fram tillögu þessa efnis að minnsta kosti tíu sinnum fyrir Alþingi Íslendinga síðan árið 1999, iðulega með meðflutningi þingmanna úr fleiri flokkum. Vonandi tekst að ná samstöðu um þetta mál núna. Nokkur lönd hafa unnið að reglugerðum þess efnis að upprunamerking þessara vara verði umræddar landnemabyggðir en ekki Ísrael. Á síðasta ári tilkynntu norsk stjórnvöld að merkingin „Framleitt í Ísrael“ eða „Made in Israel“, sé einungis heimil á vörum frá svæðum sem tilheyra Ísrael frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Aðrar vörur þurfi að merkja sem vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum. Þannig að þetta hefur verið tekið upp í nágrannalandi okkar og óskandi að við gætum fylgt því góða fordæmi. Þetta er vissulega ekki það sama og viðskiptabann á vörur frá Ísrael en aðgerð sem skiptir gríðarlega miklu máli til að hnykkja á afstöðu okkar til réttinda Palestínumanna til lands og lífs. Það liggur fyrir úrskurður frá Evrópudómstólnum um það að þetta sé algerlega tæk leið og ekkert henni til fyrirstöðu. Stjórnvöld geta gert sitt. Ég vil líka hvetja íslenska neytendur til að skoða hvar vörurnar sem þeir kaupa eiga uppruna sinn. Það eru til að mynda seld vín í áfengisverslun ríkisins sem eiga uppruna sinn á hernumdum svæðum Palestínu. Mér finnst mikilvægt að við sem neytendur getum valið sjálf hvort við viljum kaupa slíkar vörur. Þetta er því mikilvægt mál, réttlætismál bæði fyrir Palestínumenn en einnig fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun