Nektardansstaðirnir og mansal Drífa Snædal skrifar 27. nóvember 2023 09:01 „Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.” Svona segir eigandi nektardansstaðar frá ”rekstrinum” á árum áður þegar nektardansstaðir voru allsráðandi á Íslandi. Tilvitnunin er tekin úr þáttunum Tjútt sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum – þessi þáttur var sýndur 19. nóvember síðastliðinn. Fjöldi slíkra staða var rekinn víða um land og voru að flestra mati smánarblettur á samfélaginu enda vitum við í dag meira um aðstæður kvennanna sem „unnu" á þessum stöðum og hvað annað var í gangi þar. Á sínum tíma voru hins vegar ýmsir sem vörðu staðina. Stígamót vöruðu við þeim og töldu að þar væri stundað mansal, einkum og sér í lagi af því að konurnar sem þarna dönsuðu gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp viðbragð hér á landi til að slíkt eigi sér ekki stað. Enn er langt í land og íslensk stjórnvöld sífellt snupruð á alþjóðavettvangi fyrir léleg viðbrögð við grunsemdum um mansal. Enn hefur aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómsstigi og það var fyrir þrettán árum síðan. Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum. Á meðan fjöldi fólks eru á kafi í þessari vinnu birtist hins vegar á skjánum manneskja sem lýsir því beinlínis hvernig farið var með konur í tengslum við nektardansstaðina. Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mansal Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.” Svona segir eigandi nektardansstaðar frá ”rekstrinum” á árum áður þegar nektardansstaðir voru allsráðandi á Íslandi. Tilvitnunin er tekin úr þáttunum Tjútt sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum – þessi þáttur var sýndur 19. nóvember síðastliðinn. Fjöldi slíkra staða var rekinn víða um land og voru að flestra mati smánarblettur á samfélaginu enda vitum við í dag meira um aðstæður kvennanna sem „unnu" á þessum stöðum og hvað annað var í gangi þar. Á sínum tíma voru hins vegar ýmsir sem vörðu staðina. Stígamót vöruðu við þeim og töldu að þar væri stundað mansal, einkum og sér í lagi af því að konurnar sem þarna dönsuðu gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp viðbragð hér á landi til að slíkt eigi sér ekki stað. Enn er langt í land og íslensk stjórnvöld sífellt snupruð á alþjóðavettvangi fyrir léleg viðbrögð við grunsemdum um mansal. Enn hefur aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómsstigi og það var fyrir þrettán árum síðan. Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum. Á meðan fjöldi fólks eru á kafi í þessari vinnu birtist hins vegar á skjánum manneskja sem lýsir því beinlínis hvernig farið var með konur í tengslum við nektardansstaðina. Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar