Nektardansstaðirnir og mansal Drífa Snædal skrifar 27. nóvember 2023 09:01 „Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.” Svona segir eigandi nektardansstaðar frá ”rekstrinum” á árum áður þegar nektardansstaðir voru allsráðandi á Íslandi. Tilvitnunin er tekin úr þáttunum Tjútt sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum – þessi þáttur var sýndur 19. nóvember síðastliðinn. Fjöldi slíkra staða var rekinn víða um land og voru að flestra mati smánarblettur á samfélaginu enda vitum við í dag meira um aðstæður kvennanna sem „unnu" á þessum stöðum og hvað annað var í gangi þar. Á sínum tíma voru hins vegar ýmsir sem vörðu staðina. Stígamót vöruðu við þeim og töldu að þar væri stundað mansal, einkum og sér í lagi af því að konurnar sem þarna dönsuðu gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp viðbragð hér á landi til að slíkt eigi sér ekki stað. Enn er langt í land og íslensk stjórnvöld sífellt snupruð á alþjóðavettvangi fyrir léleg viðbrögð við grunsemdum um mansal. Enn hefur aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómsstigi og það var fyrir þrettán árum síðan. Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum. Á meðan fjöldi fólks eru á kafi í þessari vinnu birtist hins vegar á skjánum manneskja sem lýsir því beinlínis hvernig farið var með konur í tengslum við nektardansstaðina. Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mansal Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
„Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.” Svona segir eigandi nektardansstaðar frá ”rekstrinum” á árum áður þegar nektardansstaðir voru allsráðandi á Íslandi. Tilvitnunin er tekin úr þáttunum Tjútt sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum – þessi þáttur var sýndur 19. nóvember síðastliðinn. Fjöldi slíkra staða var rekinn víða um land og voru að flestra mati smánarblettur á samfélaginu enda vitum við í dag meira um aðstæður kvennanna sem „unnu" á þessum stöðum og hvað annað var í gangi þar. Á sínum tíma voru hins vegar ýmsir sem vörðu staðina. Stígamót vöruðu við þeim og töldu að þar væri stundað mansal, einkum og sér í lagi af því að konurnar sem þarna dönsuðu gátu ekki um frjálst höfuð strokið. Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp viðbragð hér á landi til að slíkt eigi sér ekki stað. Enn er langt í land og íslensk stjórnvöld sífellt snupruð á alþjóðavettvangi fyrir léleg viðbrögð við grunsemdum um mansal. Enn hefur aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómsstigi og það var fyrir þrettán árum síðan. Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum. Á meðan fjöldi fólks eru á kafi í þessari vinnu birtist hins vegar á skjánum manneskja sem lýsir því beinlínis hvernig farið var með konur í tengslum við nektardansstaðina. Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar