Um lögbann á fjölmenningu Freyr Rögnvaldsson og Snærós Sindradóttir skrifa 23. nóvember 2023 11:31 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti síðastliðinn þriðjudag lögbann á varanlega búsetu í JL húsinu. Þar hafa undanfarna mánuði búið umsækjendur um alþjóðlega vernd á vegum Reykjavíkuborgar, sem og erlendir starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar sem á hluta húsnæðisins. Í frétt Morgunblaðsins um lögbannið er fullyrt að deilt hafi verið um notkun hússins og látið í það skína að nokkur fyrirtæki hafi hætt starfsemi í húsinu vegna búsetunnar og ónæðis sem af henni stendur. Reykjavíkurborg mótmælti lögbannsúrskurðinum, meðal annars vegna gríðarlegrar húsnæðiseklu á höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmrar stöðu hópsins sem í húsinu býr - en allt kom fyrir ekki. Við undirrituð, hjón með fjögur börn, höfum um sex ára skeið búið í sömu húsalengju og JL húsið. Við fullyrðum að nákvæmlega ekkert ónæði hafi hlotist af nábýlinu við þann hóp umsækjenda um alþjóðlega vernd og/eða þá erlendu verkamenn sem hafa haft búsetu í húsnæðinu. Við fögnuðum því þegar tómar hæðir JL hússins fengu nýtt hlutverk í sumarbyrjun og þá sérstaklega að þar fengi inni hópur sem á ekki í önnur hús að venda. Fámennur hópur venesúelskra karla sást reglulega á vappi um hverfið í leit að flöskum og dósum til að drýgja þær smánarlegu tekjur sem þeir fengu á meðan umsóknir þeirra lágu óhreyfðar í skúffu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Í viðtali við Heimildina í júní síðastliðnum, greindu mennirnir frá því að þeir vinni sér inn 2.500 til 3.000 krónur á dag með dósa- og flöskusöfnuninni og sendi þá peninga til fjölskyldna sinna í Venesúela sem líði þar skort. Við hjón höfðum frumkvæði að því, í þrígang, að gefa þeim þær skilagjaldsumbúðir sem við áttum til að aðstoða þá í þeirri söfnun. Í hvert sinn var okkur mætt af þakklæti og virðingu þrátt fyrir að framlag okkar væri aðeins virði nokkurra hundrað króna. Við óttumst að nú þegar hafi íslenska ríkið sent þessa kurteisu og harðduglegu menn aftur til Suður-Ameríku. Varðandi fyrirtæki í húsinu, en í frétt Morgunblaðsins segir að nokkur slík hafi hætt þar starfsemi á undanförnum mánuðum, er staðan sú að öll þau rúmu sex ár sem við höfum búið í húsalengjunni, hafa fyrirtæki verið að koma og fara í óvenju miklum mæli. Það hafði ekkert að gera með umrædda búsetu hælisleitenda, sökum þess að hún hófst ekki fyrr en í byrjun síðasta sumars. Þegar við fluttum á svæðið var í JL húsinu hostel og glæsiveitingastaður sem lagði upp laupana fljótlega, enda höfðu eigendur og rekstraraðilar farið langt framúr sér bæði með stærð húsnæðisins og íburð í vali á innréttingum og húsgögnum. Það er síendurtekin sorgarsaga íslenskra athafnamanna og hefur ekkert með umsækjendur um alþjóðlega vernd að gera. Þá hafa, á undanförnum sex árum, komið og farið allskyns fyrirtæki í húsalengjunni á borð við pílubari, kosningamiðstöðvar, ísbúðir, pizzakeðjur, BDSM/Yoga-setur og hárgreiðslustofa. Rétt er að benda á það að sá atvinnurekstur sem best hefur gengið í húsalengjunni, fyrir utan Subway sem rekinn hefur verið verið í JL húsinu um áratugaskeið, er veitingastaðurinn Zorbian. Sá er í eigu sýrslenskrar fjölskyldu sem hingað kom í krafti fjölskyldusameiningar innan alþjóðlega verndarkerfisins okkar. Þar tókst því kerfi loksins vel upp. Hver veit, nema við hefðum getað dottið í þann lukkupott að fá jafnframt venesúelskan veitingastað í húsið. Ísland er víðáttumikið land og friðsælt. Það er bæði styrkleiki þess og veikleiki hve fámennt landið er. Þau sem hafa horn í síðu fólks sem kann að tala annað tungumál en þau sjálf, fólks sem ekki hefur augljósa tengingu við þau í Íslendingabók, og ólst ekki upp við að horfa á Spaugstofuna, tala ekki fyrir okkur hin. Smásálarháttur þeirra má ekki koma í veg fyrir að við veitum fólki í neyð hjálparhönd. Í fjölmenningarborginni Reykjavík, og í dásamlega Vesturbænum, verður fólk að þola það að hafa annað fólk, af öðrum uppruna, sem nágranna. Höfundar eru hjón og fjölmiðlafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fjölmenning Snærós Sindradóttir Innflytjendamál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti síðastliðinn þriðjudag lögbann á varanlega búsetu í JL húsinu. Þar hafa undanfarna mánuði búið umsækjendur um alþjóðlega vernd á vegum Reykjavíkuborgar, sem og erlendir starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar sem á hluta húsnæðisins. Í frétt Morgunblaðsins um lögbannið er fullyrt að deilt hafi verið um notkun hússins og látið í það skína að nokkur fyrirtæki hafi hætt starfsemi í húsinu vegna búsetunnar og ónæðis sem af henni stendur. Reykjavíkurborg mótmælti lögbannsúrskurðinum, meðal annars vegna gríðarlegrar húsnæðiseklu á höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmrar stöðu hópsins sem í húsinu býr - en allt kom fyrir ekki. Við undirrituð, hjón með fjögur börn, höfum um sex ára skeið búið í sömu húsalengju og JL húsið. Við fullyrðum að nákvæmlega ekkert ónæði hafi hlotist af nábýlinu við þann hóp umsækjenda um alþjóðlega vernd og/eða þá erlendu verkamenn sem hafa haft búsetu í húsnæðinu. Við fögnuðum því þegar tómar hæðir JL hússins fengu nýtt hlutverk í sumarbyrjun og þá sérstaklega að þar fengi inni hópur sem á ekki í önnur hús að venda. Fámennur hópur venesúelskra karla sást reglulega á vappi um hverfið í leit að flöskum og dósum til að drýgja þær smánarlegu tekjur sem þeir fengu á meðan umsóknir þeirra lágu óhreyfðar í skúffu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Í viðtali við Heimildina í júní síðastliðnum, greindu mennirnir frá því að þeir vinni sér inn 2.500 til 3.000 krónur á dag með dósa- og flöskusöfnuninni og sendi þá peninga til fjölskyldna sinna í Venesúela sem líði þar skort. Við hjón höfðum frumkvæði að því, í þrígang, að gefa þeim þær skilagjaldsumbúðir sem við áttum til að aðstoða þá í þeirri söfnun. Í hvert sinn var okkur mætt af þakklæti og virðingu þrátt fyrir að framlag okkar væri aðeins virði nokkurra hundrað króna. Við óttumst að nú þegar hafi íslenska ríkið sent þessa kurteisu og harðduglegu menn aftur til Suður-Ameríku. Varðandi fyrirtæki í húsinu, en í frétt Morgunblaðsins segir að nokkur slík hafi hætt þar starfsemi á undanförnum mánuðum, er staðan sú að öll þau rúmu sex ár sem við höfum búið í húsalengjunni, hafa fyrirtæki verið að koma og fara í óvenju miklum mæli. Það hafði ekkert að gera með umrædda búsetu hælisleitenda, sökum þess að hún hófst ekki fyrr en í byrjun síðasta sumars. Þegar við fluttum á svæðið var í JL húsinu hostel og glæsiveitingastaður sem lagði upp laupana fljótlega, enda höfðu eigendur og rekstraraðilar farið langt framúr sér bæði með stærð húsnæðisins og íburð í vali á innréttingum og húsgögnum. Það er síendurtekin sorgarsaga íslenskra athafnamanna og hefur ekkert með umsækjendur um alþjóðlega vernd að gera. Þá hafa, á undanförnum sex árum, komið og farið allskyns fyrirtæki í húsalengjunni á borð við pílubari, kosningamiðstöðvar, ísbúðir, pizzakeðjur, BDSM/Yoga-setur og hárgreiðslustofa. Rétt er að benda á það að sá atvinnurekstur sem best hefur gengið í húsalengjunni, fyrir utan Subway sem rekinn hefur verið verið í JL húsinu um áratugaskeið, er veitingastaðurinn Zorbian. Sá er í eigu sýrslenskrar fjölskyldu sem hingað kom í krafti fjölskyldusameiningar innan alþjóðlega verndarkerfisins okkar. Þar tókst því kerfi loksins vel upp. Hver veit, nema við hefðum getað dottið í þann lukkupott að fá jafnframt venesúelskan veitingastað í húsið. Ísland er víðáttumikið land og friðsælt. Það er bæði styrkleiki þess og veikleiki hve fámennt landið er. Þau sem hafa horn í síðu fólks sem kann að tala annað tungumál en þau sjálf, fólks sem ekki hefur augljósa tengingu við þau í Íslendingabók, og ólst ekki upp við að horfa á Spaugstofuna, tala ekki fyrir okkur hin. Smásálarháttur þeirra má ekki koma í veg fyrir að við veitum fólki í neyð hjálparhönd. Í fjölmenningarborginni Reykjavík, og í dásamlega Vesturbænum, verður fólk að þola það að hafa annað fólk, af öðrum uppruna, sem nágranna. Höfundar eru hjón og fjölmiðlafólk.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar