Ekki láta ræna þig heima í stofu Heiðrún Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 10:01 Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi. Því er sérstakt tilefni er til að fara varlega þegar kemur að netverslun á næstunni og samþykkja ekkert nema þú sért þess fullviss um að það eigi við þín eigin kaup og viðskiptin séu við rétta aðila. Þannig eru nýleg dæmi um að svikahópar hafi birt auglýsingar á Facebook þar sem boðin eru kostakjör á þekktum vörumerkjum, bæði innlendum og erlendum. Þegar smellt er á hlekkinn er vísað á eftirlíkingu af sölusíðu viðkomandi fyrirtækis sem svikahóparnir hafa búið til með það að markmiði að fá fólk, sem taldi sig eiga í viðskiptum í góðri trú, til að gefa upp kortaupplýsingar. Þá hafa svikahópar einnig ítrekað sent út SMS skilaboð sem sagt er koma frá flutningafyrirtækjum með það að markmiði að fá einstaklinga, sem jafnvel eiga von á sendingum, til að gefa upp kortaupplýsingar eða opna fyrir rafræn skilríki. Hér eru nokkar vel þekktar vísur sem virðast aldrei vera of oft kveðnar þegar kemur að verslun á netinu: Verður þú var við eitthvað óvenjulegt? Allt slíkt gæti verið hættumerki. Þannig er gott að skoða vefslóðina í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð? Kannaðu einnig greiðsluupplýsingarnar vel. Er greiðslan að fara á réttan aðila? Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Ef minnsti vafi kviknar getur eitt símtal til viðkomandi fyrirtæki eða stofnanir sparað háar fjárhæðir. Gefðu aldrei upp lykilorð að rafrænum skilríkjum. Samþykktu aldrei innskráningu á rafrænu skilríkin nema vera fullviss um hvað er verið að samþykkja. Allir hlekkir í samskiptum geta verið varasamir, sérstaklega þegar þú færð skilaboð sem þú áttir ekki von á, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla, SMS eða í tölvupósti. Aldrei gefa upp banka- eða kortaupplýsingar nema vera viss um að vera á öruggri síðu. Ein leið er að fara sjálf beint inn á forsíðu viðkomandi heimasíðu í stað þess að fara í gegnum hlekki sem koma upp á leitarvélum eða samfélagsmiðlum. Hljómar eitthvað tilboð of gott til að vera satt? Þá getur borgað sig að kanna málið betur og ganga úr skugga um að um allt sé með feldu. Hafir þú lent í svikahröppum, hafðu þá þegar samband við bankann þinn, kortafyrirtæki og lögreglu og farðu strax í að loka greiðslukortum og skrá þig út úr öllum tækjum í gegnum heimabanka. Á vefnum Taktu tvær má finna fleiri góð ráð til að verjast netsvikum. Brýnt er nú sem endranær að fara öllu með gát í netheimum svo jólaverslunin gangi eins og best verður á kosið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Netöryggi Netglæpir Verslun Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi. Því er sérstakt tilefni er til að fara varlega þegar kemur að netverslun á næstunni og samþykkja ekkert nema þú sért þess fullviss um að það eigi við þín eigin kaup og viðskiptin séu við rétta aðila. Þannig eru nýleg dæmi um að svikahópar hafi birt auglýsingar á Facebook þar sem boðin eru kostakjör á þekktum vörumerkjum, bæði innlendum og erlendum. Þegar smellt er á hlekkinn er vísað á eftirlíkingu af sölusíðu viðkomandi fyrirtækis sem svikahóparnir hafa búið til með það að markmiði að fá fólk, sem taldi sig eiga í viðskiptum í góðri trú, til að gefa upp kortaupplýsingar. Þá hafa svikahópar einnig ítrekað sent út SMS skilaboð sem sagt er koma frá flutningafyrirtækjum með það að markmiði að fá einstaklinga, sem jafnvel eiga von á sendingum, til að gefa upp kortaupplýsingar eða opna fyrir rafræn skilríki. Hér eru nokkar vel þekktar vísur sem virðast aldrei vera of oft kveðnar þegar kemur að verslun á netinu: Verður þú var við eitthvað óvenjulegt? Allt slíkt gæti verið hættumerki. Þannig er gott að skoða vefslóðina í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð? Kannaðu einnig greiðsluupplýsingarnar vel. Er greiðslan að fara á réttan aðila? Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Ef minnsti vafi kviknar getur eitt símtal til viðkomandi fyrirtæki eða stofnanir sparað háar fjárhæðir. Gefðu aldrei upp lykilorð að rafrænum skilríkjum. Samþykktu aldrei innskráningu á rafrænu skilríkin nema vera fullviss um hvað er verið að samþykkja. Allir hlekkir í samskiptum geta verið varasamir, sérstaklega þegar þú færð skilaboð sem þú áttir ekki von á, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla, SMS eða í tölvupósti. Aldrei gefa upp banka- eða kortaupplýsingar nema vera viss um að vera á öruggri síðu. Ein leið er að fara sjálf beint inn á forsíðu viðkomandi heimasíðu í stað þess að fara í gegnum hlekki sem koma upp á leitarvélum eða samfélagsmiðlum. Hljómar eitthvað tilboð of gott til að vera satt? Þá getur borgað sig að kanna málið betur og ganga úr skugga um að um allt sé með feldu. Hafir þú lent í svikahröppum, hafðu þá þegar samband við bankann þinn, kortafyrirtæki og lögreglu og farðu strax í að loka greiðslukortum og skrá þig út úr öllum tækjum í gegnum heimabanka. Á vefnum Taktu tvær má finna fleiri góð ráð til að verjast netsvikum. Brýnt er nú sem endranær að fara öllu með gát í netheimum svo jólaverslunin gangi eins og best verður á kosið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun