Sérðu svart? Halla Helgadóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:00 Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar