Það er vandlifað í henni neysluveröld Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Einhvern veginn enda ég samt alltaf stjörf fyrir framan tölvuna þar sem ég ráfa að því er virðist heilalaus milli netverslana og íhuga kaup á vörum sem ég hafði ekki einu sinni spáð í áður en þær birtust mér í auglýsingum á skjánum mínum. Já, það er vandlifað í henni neysluveröld. Þegar verslanir keppast við að selja fólki gull og græna skóga á lækkuðu verði vill nefnilega oft gleymast að einfaldasta leiðin til að spara pening er að eyða þeim ekki. Sumir óttast að missa mögulega af einhverju ef þeir mæta ekki í partíið og festast þannig í hringiðu neysluhyggjunnar. Fyrir mig sjálfa ná þessar kvíðablendnu tilfinningar vanalega hámarki rétt áður en útsölurnar klárast og þegar þær loksins klárast stend ég yfirleitt uppi tómhent - því ég fékk mig ekki til að kaupa neitt! Allt þetta stress til einskis. Oftar en ekki nýtir fólk þessa daga til að tæma innkaupalistann fyrir jólin og græja allar gjafirnar fyrir vini og vandamenn. Það er allt gott og blessað en þegar útsöluæðið rennur á okkur skulum við reyna að muna að bestu gjafirnar sem við getum gefið þeim sem okkur þykir vænst um fást hvorki úr hillum verslana né færðar í stafrænar innkaupakörfur. Á svona dögum er svo ekki síður mikilvægt að setja upp miðlalæsisgleraugun og temja sér gagnrýna hugsun því undir snjóflóði af því sem kunna að virðast frábær tilboð geta leynst gildrur fjársvikara sem vilja lokka grunlausa kaupendur í vef sinn til að hafa af þeim fé. Það eldar nefnilega enginn jólasteikina í loftsteikingarpottinum sem var hægt að vinna í Facebook leiknum sem reyndist svo vera netsvindl. Látum glysgjarnar auglýsingar ekki ginna okkur næstu daga. Hugsum okkur tvisvar um áður en við föllum fyrir tilboðum sem virðast of góð til að vera sönn og íhugum hvort kaupin sem við ætlum að gera endurspegli raunverulegar langanir og þarfir okkar áður en við fyllum innkaupakörfurnar af óþarfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ást, umhyggja og gæðastundir það dýrmætasta sem við getum gefið okkar nánustu um jólin og þeim gjöfum er ekki hægt að pakka inn og troða undir tré. Hvað sparnaðinn svo varðar held ég að hann felist ekkert endilega í því að gera góð kaup á útsölu heldur í hugarrónni sem fylgir því að vera meðvitaðri um eigin neysluhegðun. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Freyja Víðisdóttir Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. Einhvern veginn enda ég samt alltaf stjörf fyrir framan tölvuna þar sem ég ráfa að því er virðist heilalaus milli netverslana og íhuga kaup á vörum sem ég hafði ekki einu sinni spáð í áður en þær birtust mér í auglýsingum á skjánum mínum. Já, það er vandlifað í henni neysluveröld. Þegar verslanir keppast við að selja fólki gull og græna skóga á lækkuðu verði vill nefnilega oft gleymast að einfaldasta leiðin til að spara pening er að eyða þeim ekki. Sumir óttast að missa mögulega af einhverju ef þeir mæta ekki í partíið og festast þannig í hringiðu neysluhyggjunnar. Fyrir mig sjálfa ná þessar kvíðablendnu tilfinningar vanalega hámarki rétt áður en útsölurnar klárast og þegar þær loksins klárast stend ég yfirleitt uppi tómhent - því ég fékk mig ekki til að kaupa neitt! Allt þetta stress til einskis. Oftar en ekki nýtir fólk þessa daga til að tæma innkaupalistann fyrir jólin og græja allar gjafirnar fyrir vini og vandamenn. Það er allt gott og blessað en þegar útsöluæðið rennur á okkur skulum við reyna að muna að bestu gjafirnar sem við getum gefið þeim sem okkur þykir vænst um fást hvorki úr hillum verslana né færðar í stafrænar innkaupakörfur. Á svona dögum er svo ekki síður mikilvægt að setja upp miðlalæsisgleraugun og temja sér gagnrýna hugsun því undir snjóflóði af því sem kunna að virðast frábær tilboð geta leynst gildrur fjársvikara sem vilja lokka grunlausa kaupendur í vef sinn til að hafa af þeim fé. Það eldar nefnilega enginn jólasteikina í loftsteikingarpottinum sem var hægt að vinna í Facebook leiknum sem reyndist svo vera netsvindl. Látum glysgjarnar auglýsingar ekki ginna okkur næstu daga. Hugsum okkur tvisvar um áður en við föllum fyrir tilboðum sem virðast of góð til að vera sönn og íhugum hvort kaupin sem við ætlum að gera endurspegli raunverulegar langanir og þarfir okkar áður en við fyllum innkaupakörfurnar af óþarfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ást, umhyggja og gæðastundir það dýrmætasta sem við getum gefið okkar nánustu um jólin og þeim gjöfum er ekki hægt að pakka inn og troða undir tré. Hvað sparnaðinn svo varðar held ég að hann felist ekkert endilega í því að gera góð kaup á útsölu heldur í hugarrónni sem fylgir því að vera meðvitaðri um eigin neysluhegðun. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar