„Michael Schumacher hélt að ég ætlaði að drepa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Auglýsing fyrir þættina Being Michael Schumacher sem koma út í desember. ARD Fyrrum keppinautur formúlukappans Michael Schumacher er meðal viðmælanda í nýrri heimildarþáttarröð sem kemur út tíu árum eftir að þýski heimsmeistarinn slasaðist illa í skíðaslysi í Ölpunum. David Coulthard ræðir þar meðal annars sérstaklega árekstur þeirra í belgíska kappakstrinum árið 1998. Coulthard og Schumacher rifust harkalega eftir kappaksturinn. Schumacher var brjálaður út í Bretann og neitaði að sætta sig við að þetta hafi verið slys. Aftonbladet „Michael Schumacher hélt að ég ætlaði að drepa hann. Að ég hefði gert þetta viljandi til að hjálpa liðsfélaga mínum Mika (Häkkinen),“ sagði David Coulthard í nýju heimildarmyndinni „Being Michael Schumacher“ sem þýska sjónvarpsstöðin ARD framleiðir. Michael Schumacher keyrði aftan á bíl Coulthard við blautar og mjög erfiðar aðstæður. Eftir það var Coulthard og bíllinn hans úr leik. „Þetta var bara slys og svona hlutir gerast. Ef ég er vingjarnlegur þá get ég sagt að við höfum báðir átt jafnmikla sök en ef ég er raunsær og hreinskilinn þá var þetta slys 95 prósent Schumacher að kenna,“ sagði Coulthard. Með því að smella hér má sjá þennan árekstur og viðbrögð Schumacher. Það eru margir sem bíða spenntir eftir frumsýningu heimildarþáttanna í lok desember en þættirnir verða fimm talsins. Margir vonast þar til að fá einhver svör um stöðuna á sjöfalda heimsmeistaranum sem er nú orðinn 54 ára gamall. Die ARD wird im Dezember in der neuen fünfteiligen Doku "Being Michael Schumacher" das Leben das Leben der Formel-1-Ikone beleuchten. Was Fans konkret erwarten können und welche Sendetermine geplant sind, lesen Sie hier. https://t.co/G9zn2iTcqg— news.de (@news_de) November 10, 2023 Michael Schumacher slasaðist í frönsku Ölpunum í desember 2013. Frá þeim tíma hefur staðan á heilsu hans verið haldið leyndri fyrir almenningi. Meðal þeirra sem rætt verður við í þáttunum eru Ralf Schumacher, Lewis Hamilton, Fernando Alonso, Ross Brawn, Norbert Haug og Jean Todt. Þá eru einnig viðtöl við Dirk Nowitzki og Bastian Schweinsteiger. Hér má sjá upplýsingar um þættina. Hægt er að nálgast þættina í ARD sarpinum frá 14. desember en fyrstu þáttur verður frumsýndur 28. desember. Upplýsingar má finna hér. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
David Coulthard ræðir þar meðal annars sérstaklega árekstur þeirra í belgíska kappakstrinum árið 1998. Coulthard og Schumacher rifust harkalega eftir kappaksturinn. Schumacher var brjálaður út í Bretann og neitaði að sætta sig við að þetta hafi verið slys. Aftonbladet „Michael Schumacher hélt að ég ætlaði að drepa hann. Að ég hefði gert þetta viljandi til að hjálpa liðsfélaga mínum Mika (Häkkinen),“ sagði David Coulthard í nýju heimildarmyndinni „Being Michael Schumacher“ sem þýska sjónvarpsstöðin ARD framleiðir. Michael Schumacher keyrði aftan á bíl Coulthard við blautar og mjög erfiðar aðstæður. Eftir það var Coulthard og bíllinn hans úr leik. „Þetta var bara slys og svona hlutir gerast. Ef ég er vingjarnlegur þá get ég sagt að við höfum báðir átt jafnmikla sök en ef ég er raunsær og hreinskilinn þá var þetta slys 95 prósent Schumacher að kenna,“ sagði Coulthard. Með því að smella hér má sjá þennan árekstur og viðbrögð Schumacher. Það eru margir sem bíða spenntir eftir frumsýningu heimildarþáttanna í lok desember en þættirnir verða fimm talsins. Margir vonast þar til að fá einhver svör um stöðuna á sjöfalda heimsmeistaranum sem er nú orðinn 54 ára gamall. Die ARD wird im Dezember in der neuen fünfteiligen Doku "Being Michael Schumacher" das Leben das Leben der Formel-1-Ikone beleuchten. Was Fans konkret erwarten können und welche Sendetermine geplant sind, lesen Sie hier. https://t.co/G9zn2iTcqg— news.de (@news_de) November 10, 2023 Michael Schumacher slasaðist í frönsku Ölpunum í desember 2013. Frá þeim tíma hefur staðan á heilsu hans verið haldið leyndri fyrir almenningi. Meðal þeirra sem rætt verður við í þáttunum eru Ralf Schumacher, Lewis Hamilton, Fernando Alonso, Ross Brawn, Norbert Haug og Jean Todt. Þá eru einnig viðtöl við Dirk Nowitzki og Bastian Schweinsteiger. Hér má sjá upplýsingar um þættina. Hægt er að nálgast þættina í ARD sarpinum frá 14. desember en fyrstu þáttur verður frumsýndur 28. desember. Upplýsingar má finna hér.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira