Sonur Tigers afrekaði nokkuð sem faðir hann náði ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2023 16:30 Charlie Woods þykir efnilegur kylfingur. getty/David Cannon Sonur Tigers Woods virðist hafa erft golfhæfileikana frá föður sínum og er byrjaður að láta að sér kveða á þeim vettvangi. Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum. Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku. Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma. Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam. Golf Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum. Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku. Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma. Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam.
Golf Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira