„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 19:22 Þorvaldur fór meðal annars yfir hvar hann teldi líklegast að myndi gjósa, ef til eldgoss kemur. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. „Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
„Skemmdirnar eru mjög miklar og atburðurinn er ekki búinn enn þá. Hann getur haldið áfram í einhverja daga, þannig að það er drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur,“ sagði Þorvaldur í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einhver fyrirstaða Á þriðja tímanum í dag var Grindavík skyndilega rýmd, þegar gögn úr gasmælum í bænum bentu til þess að brennisteinsdíoxíð hefði mælst. Um 80 manns voru í bænum til að vitja heimila sinna og helstu muna, en þurftu frá að hverfa vegna þessa. „Það hefur kvika verið að flæða inn í þennan kvikugang, og hann virðist vera kominn á mjög grunnt dýpi ef þetta er rétt, að brennisteinsdíoxíð hefur mælst inni í bænum.“ Þorvaldur áætlar miðað við það að kvikan sé á um 400 til 500 metra dýpi. Í Fagradalsfjalli hafi gasið tekið að losna þegar kvikan var á um 200 metra dýpi, en kvikan sem hér um ræðir haldi brennisteininum síður í sér og því komi hann fyrr út. „Það hlýtur að vera einhver þrýstingur upp á við, en einhver fyrirstaða er þarna inni í Grindavík því kvikan virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að koma upp,“ sagði Þorvaldur. Þetta sé einn af óvissuþáttunum í mögulegu eldgosi. Eitthvað virðist þó tefja kviku í að koma upp innan bæjarmarka Grindavíkur. Gamall sigdalur í Grindavík Ef til Eldgoss komi myndi sennilega gjósa norðan við Hagafell. Ef sú yrði raunin myndi hraun renna í átt að Grindavík. Varðandi landsig í Grindavík segir Þorvaldur greinilega gliðnun eiga sér stað. „Vesturhlutinn er að færast vestur og austurhlutinn austur. Þá myndast bil og þá sígur spildan sem er inni í,“ sagði Þorvaldur. Botninn á sigdalnum í Grindavík sé því að síga. „En þetta er gamall sigdalur, og hann hefur greinilega myndast fyrir gosið sem var fyrir 2000 árum og myndaði Sundhnúkaröðina. Hann virðist hafa orðið virkur aftur í þessum hamförum.“ Þorvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. „Það er enn kvika að streyma inn í kvikuhólfið og það er upplyfting sem mælist líka alveg út í Eldvörp. Möguleikarnir eru að þetta bara deyi út, sem mér finnst ólíklegt á þessu stigi, hinn möguleikinn er að það komi gos upp í Sundhnúkagígaröðinni. Annar möguleikinn er að Eldvörp taki við sér og það gjósi þar,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira