Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Það er ekki sólar­upp­rás í Phoenix eins og staðan er núna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það hefur lítið gengið upp hjá Suns í upphafi tímabils.
Það hefur lítið gengið upp hjá Suns í upphafi tímabils. Michael Reaves/Getty Images

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA-deildinni undanfarna daga. Staða mála hjá Phoenix Suns var rædd sem og farið var yfir hvert er leiðinlegasta lið deildarinnar.

„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þurfa að taka afstöðu til og rökstyðja.

Meiri líkur en minni að Phoenix Suns falli út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar

„Þeir verða ekki í efstu fjórum, það verða allavega einn ef ekki tveir af þessum þremur stóru (Kevin Durant, Bradley Beal og Devin Bokker) meiddir í úrslitakeppninni,“ sagði Tómas Steindórsson, annar af sérfræðingum þáttarins, eftir að hafa svarað þessari fullyrðingu á einkar stuttan hátt.

Klippa: Körfu­bolta­kvöld: Það er ekki sólar­upp­rás í Phoenix eins og staðan er núna

„Erum við viss um að þeir nái topp sex? Ég sé alveg sex lið sem eru betri en Phoenix í Vesturdeildinni,“ sagði Hörður Unnsteinsson, hinn sérfræðingur þáttarins.

„Það er ekki sólarupprás í Phoenix eins og staðan er núna,“ sagði Kjartan Atli að endingu um stöðu mála hjá Sólunum.

Aðrar fullyrðingar kvöldsins voru eftirfarandi: Alperen Sengun er mest spennandi miðherji deildarinnar, Ben Simmons spilar aftur Stjörnuleik og Los Angeles Clippers er leiðinlegasta lið NBA.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×