Ingvar E. í nýrri stórmynd Netflix Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 12:15 Netflix birti um helgina stiklu fyrri hluta tvíleiksins Rebel Moon. Myndin, sem ber titilinn Rebel Moon - Part One: A Child of Fire, er úr smiðju leikstjórans Zach Snyder en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar 300 og Man of Steel. Strax í upphafi stiklunnar má sjá kunnulegt andlit íslenska leikarans Ingvars E. Sigurðssonar en með honum er Sofia Boutella, sem er í aðalhlutverki Rebel Moon. Boutella leikur fyrrverandi hermann ills stjörnuveldis sem safnar saman hópi uppreisnarmanna til að berjast til að frelsa stjörnuþokuna undan oki vondu karlanna. Þetta hljómar ef til vill kunnulega en tvíleikurinn var upprunalega kynntur fyrir forsvarsmönnum Disney sem saga í söguheimi Star Wars. Meðal annarra leikara Rebel Moon sem nefna má eru Ed Skrein, Charlie Hunnam, Djimom Hounsou, Ray Fisher, Cary Elwes og Jena Malone. Þá má heyra rödd Anthony Hopkins í myndinni. Benda má á að þetta er í annað sinn sem Ingvar leikur í kvikmynd Snyders en hann var einnig í Justice League. Rebel Moon verður aðgengileg á Netflix þann 22. desember. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Strax í upphafi stiklunnar má sjá kunnulegt andlit íslenska leikarans Ingvars E. Sigurðssonar en með honum er Sofia Boutella, sem er í aðalhlutverki Rebel Moon. Boutella leikur fyrrverandi hermann ills stjörnuveldis sem safnar saman hópi uppreisnarmanna til að berjast til að frelsa stjörnuþokuna undan oki vondu karlanna. Þetta hljómar ef til vill kunnulega en tvíleikurinn var upprunalega kynntur fyrir forsvarsmönnum Disney sem saga í söguheimi Star Wars. Meðal annarra leikara Rebel Moon sem nefna má eru Ed Skrein, Charlie Hunnam, Djimom Hounsou, Ray Fisher, Cary Elwes og Jena Malone. Þá má heyra rödd Anthony Hopkins í myndinni. Benda má á að þetta er í annað sinn sem Ingvar leikur í kvikmynd Snyders en hann var einnig í Justice League. Rebel Moon verður aðgengileg á Netflix þann 22. desember.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira