„Leið eins og jörðin myndi brotna og taka okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 11:46 Dani Rodriguez í leik með Grindavík. Vísir/Vilhelm Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni. Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík í Subway-deild kvenna. Hún hefur leikið hér á landi í fjölmörg ár og var áður á mála hjá KR og Stjörnunni. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og verið í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Þegar íbúar Grindavíkur voru í óða önn að yfirgefa heimili sín á föstudag var Dani sjálf stödd í Grindavík. Hún greinir frá atburðarásinni í kjölfarið á samfélagsmiðlinum X og er óhætt að segja að um dramatíska frásögn sé að ræða. An update on life in Iceland right now [thread]The town I coach and play for was evacuated yesterday after two weeks of earthquakes that have been increasing in frequency and size. There is going to be a volcano eruption either near, in or around the town. (Read link)— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Brjálæðið byrjaði þegar við vorum á æfingu og þá voru stanslausir jarðskjálftar af stærð fjögur og fimm. Þjálfarinn okkar ákvað að hætta æfingunni eftir 45 mínútur. Þegar við vorum að keyra báða bíla okkar út úr bænum bilaði annar þeirra þannig að við keyrðum út í kant til að ræða um hvar við myndum skilja hann eftir. Ég fór út úr bílnum og hallaði mér að hinum bílnum og var að ræða við kærustuna mína,“ skrifar Dani en hún og kærasta hennar búa í Reykjanesbæ. In that moment I felt the most scared for my life I have ever been, the ground started shaking so much I had to grab a hold of the car and honest to god for a good 30 seconds I felt as though the ground was going to crack open and take us both.— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Jörðin undir mér hristist svo mikið að ég varð að halda mér í bílinn. Ég sver til guðs að ég hélt í um það bil hálfa mínútu að jörðin myndi brotna og taka okkur báðar.“ Dani segir að þær hafi ákveðið að keyra bilaða bílinn aftur til Grindavíkur og skilja hann eftir. Í annarri tilraun sinni að yfirgefa bæinn tóku þær eftir stærðarinnar bungu á Grindavíkurveginum og þurftu að fara aðra leið út úr bænum. We drove our broken down car back into town quickly and left it there. On our second attempt out through the main road a huge bump appeared and we had to exit the town through another route. pic.twitter.com/ftmAPWmOBu— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 Hún segist fegin að vera komin í öruggt skjól og segir að fólkið í Grindavík hafi tekið sig að sér sem hluta af fjölskyldu. „Ég er sorgmædd að vera jafn óviss um hvað mun gerast á næstu dögum og vikum.“ Í færslu Dani Rodriguez má sjá bæði myndir og myndband frá ferð þeirra út úr Grindavík á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík í Subway-deild kvenna. Hún hefur leikið hér á landi í fjölmörg ár og var áður á mála hjá KR og Stjörnunni. Þá hefur hún einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og verið í þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Þegar íbúar Grindavíkur voru í óða önn að yfirgefa heimili sín á föstudag var Dani sjálf stödd í Grindavík. Hún greinir frá atburðarásinni í kjölfarið á samfélagsmiðlinum X og er óhætt að segja að um dramatíska frásögn sé að ræða. An update on life in Iceland right now [thread]The town I coach and play for was evacuated yesterday after two weeks of earthquakes that have been increasing in frequency and size. There is going to be a volcano eruption either near, in or around the town. (Read link)— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Brjálæðið byrjaði þegar við vorum á æfingu og þá voru stanslausir jarðskjálftar af stærð fjögur og fimm. Þjálfarinn okkar ákvað að hætta æfingunni eftir 45 mínútur. Þegar við vorum að keyra báða bíla okkar út úr bænum bilaði annar þeirra þannig að við keyrðum út í kant til að ræða um hvar við myndum skilja hann eftir. Ég fór út úr bílnum og hallaði mér að hinum bílnum og var að ræða við kærustuna mína,“ skrifar Dani en hún og kærasta hennar búa í Reykjanesbæ. In that moment I felt the most scared for my life I have ever been, the ground started shaking so much I had to grab a hold of the car and honest to god for a good 30 seconds I felt as though the ground was going to crack open and take us both.— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 „Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævi minni eins og á þessu augnabliki. Jörðin undir mér hristist svo mikið að ég varð að halda mér í bílinn. Ég sver til guðs að ég hélt í um það bil hálfa mínútu að jörðin myndi brotna og taka okkur báðar.“ Dani segir að þær hafi ákveðið að keyra bilaða bílinn aftur til Grindavíkur og skilja hann eftir. Í annarri tilraun sinni að yfirgefa bæinn tóku þær eftir stærðarinnar bungu á Grindavíkurveginum og þurftu að fara aðra leið út úr bænum. We drove our broken down car back into town quickly and left it there. On our second attempt out through the main road a huge bump appeared and we had to exit the town through another route. pic.twitter.com/ftmAPWmOBu— Danielle Rodriguez (@danirod_22) November 11, 2023 Hún segist fegin að vera komin í öruggt skjól og segir að fólkið í Grindavík hafi tekið sig að sér sem hluta af fjölskyldu. „Ég er sorgmædd að vera jafn óviss um hvað mun gerast á næstu dögum og vikum.“ Í færslu Dani Rodriguez má sjá bæði myndir og myndband frá ferð þeirra út úr Grindavík á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira