Sorry I don´t speak Danish! Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Titill greinarinnar vísar í heiti ráðstefnu sem Norræna félagið boðaði til á dögunum. Þar var velt upp spurningunni um hvaða tungumál verði notuð í norrænu samstarfi í framtíðinni. Ríkisstjórnirnar hafa sett sér það markmið að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi. Það er mikilvægt að taka þetta samtal og tungumálið er einmitt eitt af því sem við nefnum í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir næsta ár. Við vitum að norrænt samstarf á sér rætur í Skandinavismanum, samstarfi og sameiningarhugmyndum Norðmanna, Svía og Dana á 19. öld. Í því samhengi var sjálfgefið að skandinavísku tungumálin þrjú, sænska, danska og norska, væru ráðandi. Þetta fyrirkomulag hélst þegar skandinavíska samstarfið varð norrænt með þátttöku Finna og Íslendinga í störfum Norræna þingmannasambandsins á fyrri hluta 20. aldar og með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar á síðari hluta aldarinnar. Að ósk Finna og Íslendinga og í góðri samvinnu við hin aðildarríkin hefur staða finnsku og íslensku í norrænu samstarfi eflst undanfarin ár og áratugi. Þó er langt frá því að staða þátttakenda með finnsku og íslensku að móðurmáli sé jöfn á við þá sem hafa sænsku, norsku eða dönsku sem móðurmál. Þetta má merkja á fundum Norðurlandaráðs en einnig í öðru samstarfi, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs æskunnar. Krafa um að jafnframt sé tekið tillit til fleiri þjóðtungna Norðurlanda í samstarfinu hefur orðið háværari á síðustu árum. Ræða Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands á Norðurlandaráðsþingi í Osló um daginn var átakanleg þar sem hann lýsti því hvernig Grænlendingar upplifi sig sem aukagesti í partýi norræns samstarfs en ekki sem raunverulega þátttakendur. En samkvæmt Helsingfors sáttmálanum sem er einskonar stjórnarskrá Norðurlandaráðs eru Norðurlöndin fimm, það er að segja Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, fullgildir aðilar að samstarfinu en Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga fulltrúa sem eru hluti af landsdeildum Danmerkur og Finnlands. Grænlenska og færeyska eru ekki viðurkennd sem opinber tungumál í ráðinu. Á Íslandi hefur kunnáttu í skandinavískum málum hrakað um langt skeið en samtímis hefur enskukunnátta aukist. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því búast við að aðstöðumunur til þátttöku í samstarfinu á grundvelli tungumálakunnáttu aukist. Svipuð staða er upp í Finnlandi og búast má við að þróunin verði í sömu átt í Færeyjum og á Grænlandi. Á Íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur innflytjendum fjölgað mikið. Mikilvægt er að þeir fái sömu tækifæri og möguleika og þeir sem fæddir eru á Íslandi til að sinna störfum innan stjórnsýslu, viðskipta og menningar þar sem norrænt samstarf er oft í hávegum haft. Það er nógu erfitt fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem þó er mikilvægt og nauðsynlegt til að geta tekið fullan þátt í íslensku samfélagslífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandinavískt tungumál er ótækt. Víða hefur enskan náð yfirhöndinni í norrænu samstarfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að samstarfið sjálft sé meira virði en tungumálið sem við tölum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er kostur fyrir Íslendinga að kunna eitthvað fyrir sér í skandinavískum tungumálum. Það auðveldar okkur að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast í hinum norrænu löndunum og í norrænu samstarfi. Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir fyrir norrænu samstarfi og það er okkur mikilvægt enda velja flestir Íslendingar sem nema erlendis að læra í Danmörku eða annarstaðar í Skandinavíu. Flestir Íslendingar sem flytja erlendis fara einmitt til Norðurlanda. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar koma saman velja þeir yfirleitt að tala móðurmálið sitt og virðast að minnsta kosti að einhverju lyti skilja hvorn annan. Tungumálakunnátta má ekki verða hindrun sem útilokar einstaklinga frá því að taka þátt í norrænu samstarfi. Ég er þakklát Norræna félaginu fyrir að hefja þessa umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nýkjörin forseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í heiti ráðstefnu sem Norræna félagið boðaði til á dögunum. Þar var velt upp spurningunni um hvaða tungumál verði notuð í norrænu samstarfi í framtíðinni. Ríkisstjórnirnar hafa sett sér það markmið að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi. Það er mikilvægt að taka þetta samtal og tungumálið er einmitt eitt af því sem við nefnum í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir næsta ár. Við vitum að norrænt samstarf á sér rætur í Skandinavismanum, samstarfi og sameiningarhugmyndum Norðmanna, Svía og Dana á 19. öld. Í því samhengi var sjálfgefið að skandinavísku tungumálin þrjú, sænska, danska og norska, væru ráðandi. Þetta fyrirkomulag hélst þegar skandinavíska samstarfið varð norrænt með þátttöku Finna og Íslendinga í störfum Norræna þingmannasambandsins á fyrri hluta 20. aldar og með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar á síðari hluta aldarinnar. Að ósk Finna og Íslendinga og í góðri samvinnu við hin aðildarríkin hefur staða finnsku og íslensku í norrænu samstarfi eflst undanfarin ár og áratugi. Þó er langt frá því að staða þátttakenda með finnsku og íslensku að móðurmáli sé jöfn á við þá sem hafa sænsku, norsku eða dönsku sem móðurmál. Þetta má merkja á fundum Norðurlandaráðs en einnig í öðru samstarfi, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs æskunnar. Krafa um að jafnframt sé tekið tillit til fleiri þjóðtungna Norðurlanda í samstarfinu hefur orðið háværari á síðustu árum. Ræða Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands á Norðurlandaráðsþingi í Osló um daginn var átakanleg þar sem hann lýsti því hvernig Grænlendingar upplifi sig sem aukagesti í partýi norræns samstarfs en ekki sem raunverulega þátttakendur. En samkvæmt Helsingfors sáttmálanum sem er einskonar stjórnarskrá Norðurlandaráðs eru Norðurlöndin fimm, það er að segja Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, fullgildir aðilar að samstarfinu en Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga fulltrúa sem eru hluti af landsdeildum Danmerkur og Finnlands. Grænlenska og færeyska eru ekki viðurkennd sem opinber tungumál í ráðinu. Á Íslandi hefur kunnáttu í skandinavískum málum hrakað um langt skeið en samtímis hefur enskukunnátta aukist. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því búast við að aðstöðumunur til þátttöku í samstarfinu á grundvelli tungumálakunnáttu aukist. Svipuð staða er upp í Finnlandi og búast má við að þróunin verði í sömu átt í Færeyjum og á Grænlandi. Á Íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur innflytjendum fjölgað mikið. Mikilvægt er að þeir fái sömu tækifæri og möguleika og þeir sem fæddir eru á Íslandi til að sinna störfum innan stjórnsýslu, viðskipta og menningar þar sem norrænt samstarf er oft í hávegum haft. Það er nógu erfitt fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem þó er mikilvægt og nauðsynlegt til að geta tekið fullan þátt í íslensku samfélagslífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandinavískt tungumál er ótækt. Víða hefur enskan náð yfirhöndinni í norrænu samstarfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að samstarfið sjálft sé meira virði en tungumálið sem við tölum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er kostur fyrir Íslendinga að kunna eitthvað fyrir sér í skandinavískum tungumálum. Það auðveldar okkur að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast í hinum norrænu löndunum og í norrænu samstarfi. Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir fyrir norrænu samstarfi og það er okkur mikilvægt enda velja flestir Íslendingar sem nema erlendis að læra í Danmörku eða annarstaðar í Skandinavíu. Flestir Íslendingar sem flytja erlendis fara einmitt til Norðurlanda. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar koma saman velja þeir yfirleitt að tala móðurmálið sitt og virðast að minnsta kosti að einhverju lyti skilja hvorn annan. Tungumálakunnátta má ekki verða hindrun sem útilokar einstaklinga frá því að taka þátt í norrænu samstarfi. Ég er þakklát Norræna félaginu fyrir að hefja þessa umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nýkjörin forseti Norðurlandaráðs.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun