Skammsýni útilokar fólk Stefán Vilbergsson skrifar 10. nóvember 2023 15:08 Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar