Handbolti

Ýmir og Arnór höfðu betur í Íslendingaslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason stóð vaktina í vörn Rhein-Neckar Löwen í kvöld.
Ýmir Örn Gíslason stóð vaktina í vörn Rhein-Neckar Löwen í kvöld. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images

Ýmir Örn Gíslason, Arnór Snær Óskarsson og félagar þeirra í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti Íslendingaliði Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 32-28.

Þeir Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson áttu fínan leik fyrir Leipzig of skoruðu samtals sjö mörk fyrir gestina. Viggó skilaði þremur mörkum fyrir Leipzig og Andri skoraði fjögur, en það kom þó ekki í veg fyrir að heimamenn í Rhein-Neckar Löwen unnu fjögurra marka sigur.

Heimamenn í Rhein-Neckar Löwen leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og kláruðu leikinn að lokum 32-28, en hvorki Ýmir Örn né Andri Már komust á blað.

Rhein-Neckar Löwen situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki, þremur stigum meira en Leipzi sem situr í tíunda sæti.

Þá voru Íslendingar einnig í eldlínunni í öðrum deildum í Evrópu. Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans í Frederica, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur gegn Holstebro í dönsku deildinni, 27-24, og Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica fóru illa með Madeira SAD og unnu 16 marka sigur, 44-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×