Körfubolti

Leikdagsupplifun Nabblans: Graðkaði í sig borgara og hélt svaka­lega hálfleiksræðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Már Eggertsson nýtti ferðina til Keflavíkur til hins ítrasta.
Andri Már Eggertsson nýtti ferðina til Keflavíkur til hins ítrasta. stöð 2 sport

Andri Már Eggertsson, Nabblinn, skellti sér til Keflavíkur á leikdegi og drakk í sig stemmninguna.

Afraksturinn af heimsókn Nabblans til Keflavíkur vegna leiksins gegn Haukum var sýndur í Subway Körfuboltakvöldin extra í gær.

Nabblinn hóf kvöldið á Brons þar sem hann hitti meðal annars Jóhann D. Bianco, Joey Drummer, og tvo fyrrverandi leikmenn og þjálfara Keflavíkur, Sigurð Ingimundarson og Guðjón Skúlason.

Þá kíkti Nabblinn á grillið í Blue-höllinni og hafði dýrindis hamborgara upp úr krafsinu.

„Þá er komið að stóru stundinni, að smakka hamborgarann hér á Sunnubrautinni,“ sagði Nabblinn og beit í borgarann. Hann kvað svo upp sinn dóm.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Nabblinn í Keflavík

„Þessi steinliggur, ég er að segja þér það,“ sagði Nabblinn með sælubros á vör. „Þessi borgari toppar borgarann á Villa, Ólsen, Brautarnesti, Ungó, öllum þessum stöðum. Án þess auðvitað að breyta þessum þætti í Andri fer til Ameríku er hann helvíti góður.“

Nabblinn gerði sig líka heimakominn á skrifstofu þjálfara Keflavíkur, og flutti hálfleiksræðu inni í búningsklefa liðsins eins og hann hefur svo lengi dreymt um.

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×