Viðsnúningur í rekstri borgarinnar Pawel Bartoszek skrifar 7. nóvember 2023 15:00 Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega. Viðbrögð Ríkisins gagnvart sveitarfélögum var að fella úr gildi ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga. Ríkið sagði semsagt: Við vitum að staðan verður það erfið að við ætlum að leyfa ykkur að safna skuldum. Rétt að verja störf í kreppu Við í Viðreisn lögðum á það mikla áherslu á að borgin myndi sjálf setja sér viðmið um skuldir og afkomu í stað þeirra sem ríkið hafði fellt úr gildi. Það var gert árið 2021. Þau viðmið hafa öll haldið og gott betur. Það var rétt ákvörðun í Covid-krísunni að standa vörð um störf og halda uppi fjárfestingu. Ekkert vit hefði verið í því að fylla atvinnuleysisskrá af fólki og stöðva allar framkvæmdir. En nú er tími aðhalds En það er ekki bara hægt að vera Keynesisti í kreppu. Nú þegar atvinnuleysi er í kringum 3% þarf borgin ekki að halda uppi atvinnustigi. Nú þegar vextir eru yfir 9% er að sama skapi skynsamlegt að fresta fjárfestingum. Það erum við að gera. Hagræðingin skilaði árangri Borgin verður nú rekin með afgangi, ári fyrr á áætlað var. Afgangur á borgarsjóði árið 2024 verður 590 milljónir. Þar munar sannarlega um þær miklu hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í í fyrra. Samtals spöruðum við um 3 milljarða, til frambúðar. Án þessara aðgerða væri borgarsjóður enn rekinn með halla. Aðhaldið þarf engu að síður að halda áfram. Skoða þarf sérstaklega yfirbygginguna , forðast ný verkefni, rýna gjaldskrár og tryggja fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks í samstarfi við ríkið. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning frá fyrri árum. Hann ber að þakka því plani sem lagt var upp með í Covid-krísunni og hagræðingaraðgerðum seinasta árs. Við í Viðreisn erum stolt að þátttöku okkar í þessum viðsnúningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega. Viðbrögð Ríkisins gagnvart sveitarfélögum var að fella úr gildi ákvæði laga um fjármál sveitarfélaga. Ríkið sagði semsagt: Við vitum að staðan verður það erfið að við ætlum að leyfa ykkur að safna skuldum. Rétt að verja störf í kreppu Við í Viðreisn lögðum á það mikla áherslu á að borgin myndi sjálf setja sér viðmið um skuldir og afkomu í stað þeirra sem ríkið hafði fellt úr gildi. Það var gert árið 2021. Þau viðmið hafa öll haldið og gott betur. Það var rétt ákvörðun í Covid-krísunni að standa vörð um störf og halda uppi fjárfestingu. Ekkert vit hefði verið í því að fylla atvinnuleysisskrá af fólki og stöðva allar framkvæmdir. En nú er tími aðhalds En það er ekki bara hægt að vera Keynesisti í kreppu. Nú þegar atvinnuleysi er í kringum 3% þarf borgin ekki að halda uppi atvinnustigi. Nú þegar vextir eru yfir 9% er að sama skapi skynsamlegt að fresta fjárfestingum. Það erum við að gera. Hagræðingin skilaði árangri Borgin verður nú rekin með afgangi, ári fyrr á áætlað var. Afgangur á borgarsjóði árið 2024 verður 590 milljónir. Þar munar sannarlega um þær miklu hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í í fyrra. Samtals spöruðum við um 3 milljarða, til frambúðar. Án þessara aðgerða væri borgarsjóður enn rekinn með halla. Aðhaldið þarf engu að síður að halda áfram. Skoða þarf sérstaklega yfirbygginguna , forðast ný verkefni, rýna gjaldskrár og tryggja fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks í samstarfi við ríkið. Engu að síður er full ástæða til bjartsýni. Fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sýnir jákvæðan viðsnúning frá fyrri árum. Hann ber að þakka því plani sem lagt var upp með í Covid-krísunni og hagræðingaraðgerðum seinasta árs. Við í Viðreisn erum stolt að þátttöku okkar í þessum viðsnúningi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar