Hvers vegna er munur á niðurstöðum losunarbókhalds Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands? Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir skrifa 7. nóvember 2023 10:31 Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands halda hvor um sig bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun tekur saman losun innan landamæra Íslands en Hagstofan frá hagkerfi Íslands. Hver er munurinn? Bókhald Umhverfisstofnunar um losun frá landsvæði er skrásett út frá landfræðilegu tilliti og einskorðast ekki við Íslendinga. Bókhald Hagstofunnar um losun frá hagkerfi Íslands snýr að losun frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, hvar sem þeir eru í heiminum. Tilgangur þess er því að meta losun út frá atvinnugreinum í hlutfalli við fjölda starfsfólks, veltu og skattagreiðslur atvinnugreinana. Hvernig flokkast losunin? Losunarbókhald Hagstofu Íslands tekur inn alla flutninga milli landa (sem eru reknir af íslenskum flugfélögum og skipafélögum). Alþjóðasamgöngur, óháð því hvar fyrirtæki eru skráð, eru eingöngu teknar inn í losunarbókhald Umhverfisstofnunar þegar umrædd félög kaupa eldsneyti á Íslandi. Losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið, eða þegar togarar sem eru í rekstri erlendra félaga veiða í íslenskri lögsögu er ekki inni í bókhaldi Hagstofu Íslands. Hins vegar er þessi losun inni í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar, í þeim tilfellum þar sem umræddir aðilar kaupa eldsneyti á Íslandi. Bókhald Umhverfisstofnunar innifelur losun og bindingu sem á sér stað vegna landnotkunar og skógræktar. Þessi losun er ekki tekin inn í losunarbókhald Hagstofu Íslands þar sem landsvæði telst ekki vera hluti af hagkerfinu. Þurfum við hvort tveggja? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðunum tveimur sýna ólíkar niðurstöður sem eru þó báðar réttar. Að skoða eingöngu annað bókhaldið segir bara hálfa söguna. Hvar eru tölurnar birtar? Niðurstöður losunarbókhalds Umhverfisstofnunar eru settar fram árlega í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report (NIR)). Losunarbókhald Umhverfisstofnunar fellur undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Öll aðildarríki þessa samnings skila inn slíku bókhaldi. Bókhaldið er forsenda uppgjörs skuldbindinganna sem Ísland hefur gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum vegna Parísarsamningsins. Ríki sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu skila bókhaldi um losun frá hagkerfi (e. Air Emission Accounts (AEA)) til Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat). Þessu bókhaldi fylgja engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar en Evrópuþingið hefur nýtt þessa reikninga til grundvallar lagasetningar þar sem reikningarnir tengjast öðrum efnahagsreikningum, svo sem landsframleiðslu og atvinnutölfræði. Höfundar þessarar greinar eru Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hagstofunnar og Landgræðslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands halda hvor um sig bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun tekur saman losun innan landamæra Íslands en Hagstofan frá hagkerfi Íslands. Hver er munurinn? Bókhald Umhverfisstofnunar um losun frá landsvæði er skrásett út frá landfræðilegu tilliti og einskorðast ekki við Íslendinga. Bókhald Hagstofunnar um losun frá hagkerfi Íslands snýr að losun frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, hvar sem þeir eru í heiminum. Tilgangur þess er því að meta losun út frá atvinnugreinum í hlutfalli við fjölda starfsfólks, veltu og skattagreiðslur atvinnugreinana. Hvernig flokkast losunin? Losunarbókhald Hagstofu Íslands tekur inn alla flutninga milli landa (sem eru reknir af íslenskum flugfélögum og skipafélögum). Alþjóðasamgöngur, óháð því hvar fyrirtæki eru skráð, eru eingöngu teknar inn í losunarbókhald Umhverfisstofnunar þegar umrædd félög kaupa eldsneyti á Íslandi. Losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið, eða þegar togarar sem eru í rekstri erlendra félaga veiða í íslenskri lögsögu er ekki inni í bókhaldi Hagstofu Íslands. Hins vegar er þessi losun inni í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar, í þeim tilfellum þar sem umræddir aðilar kaupa eldsneyti á Íslandi. Bókhald Umhverfisstofnunar innifelur losun og bindingu sem á sér stað vegna landnotkunar og skógræktar. Þessi losun er ekki tekin inn í losunarbókhald Hagstofu Íslands þar sem landsvæði telst ekki vera hluti af hagkerfinu. Þurfum við hvort tveggja? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðunum tveimur sýna ólíkar niðurstöður sem eru þó báðar réttar. Að skoða eingöngu annað bókhaldið segir bara hálfa söguna. Hvar eru tölurnar birtar? Niðurstöður losunarbókhalds Umhverfisstofnunar eru settar fram árlega í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report (NIR)). Losunarbókhald Umhverfisstofnunar fellur undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Öll aðildarríki þessa samnings skila inn slíku bókhaldi. Bókhaldið er forsenda uppgjörs skuldbindinganna sem Ísland hefur gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum vegna Parísarsamningsins. Ríki sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu skila bókhaldi um losun frá hagkerfi (e. Air Emission Accounts (AEA)) til Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat). Þessu bókhaldi fylgja engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar en Evrópuþingið hefur nýtt þessa reikninga til grundvallar lagasetningar þar sem reikningarnir tengjast öðrum efnahagsreikningum, svo sem landsframleiðslu og atvinnutölfræði. Höfundar þessarar greinar eru Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hagstofunnar og Landgræðslunnar.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun