Hvers vegna er munur á niðurstöðum losunarbókhalds Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands? Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir skrifa 7. nóvember 2023 10:31 Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands halda hvor um sig bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun tekur saman losun innan landamæra Íslands en Hagstofan frá hagkerfi Íslands. Hver er munurinn? Bókhald Umhverfisstofnunar um losun frá landsvæði er skrásett út frá landfræðilegu tilliti og einskorðast ekki við Íslendinga. Bókhald Hagstofunnar um losun frá hagkerfi Íslands snýr að losun frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, hvar sem þeir eru í heiminum. Tilgangur þess er því að meta losun út frá atvinnugreinum í hlutfalli við fjölda starfsfólks, veltu og skattagreiðslur atvinnugreinana. Hvernig flokkast losunin? Losunarbókhald Hagstofu Íslands tekur inn alla flutninga milli landa (sem eru reknir af íslenskum flugfélögum og skipafélögum). Alþjóðasamgöngur, óháð því hvar fyrirtæki eru skráð, eru eingöngu teknar inn í losunarbókhald Umhverfisstofnunar þegar umrædd félög kaupa eldsneyti á Íslandi. Losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið, eða þegar togarar sem eru í rekstri erlendra félaga veiða í íslenskri lögsögu er ekki inni í bókhaldi Hagstofu Íslands. Hins vegar er þessi losun inni í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar, í þeim tilfellum þar sem umræddir aðilar kaupa eldsneyti á Íslandi. Bókhald Umhverfisstofnunar innifelur losun og bindingu sem á sér stað vegna landnotkunar og skógræktar. Þessi losun er ekki tekin inn í losunarbókhald Hagstofu Íslands þar sem landsvæði telst ekki vera hluti af hagkerfinu. Þurfum við hvort tveggja? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðunum tveimur sýna ólíkar niðurstöður sem eru þó báðar réttar. Að skoða eingöngu annað bókhaldið segir bara hálfa söguna. Hvar eru tölurnar birtar? Niðurstöður losunarbókhalds Umhverfisstofnunar eru settar fram árlega í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report (NIR)). Losunarbókhald Umhverfisstofnunar fellur undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Öll aðildarríki þessa samnings skila inn slíku bókhaldi. Bókhaldið er forsenda uppgjörs skuldbindinganna sem Ísland hefur gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum vegna Parísarsamningsins. Ríki sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu skila bókhaldi um losun frá hagkerfi (e. Air Emission Accounts (AEA)) til Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat). Þessu bókhaldi fylgja engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar en Evrópuþingið hefur nýtt þessa reikninga til grundvallar lagasetningar þar sem reikningarnir tengjast öðrum efnahagsreikningum, svo sem landsframleiðslu og atvinnutölfræði. Höfundar þessarar greinar eru Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hagstofunnar og Landgræðslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun og Hagstofa Íslands halda hvor um sig bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun tekur saman losun innan landamæra Íslands en Hagstofan frá hagkerfi Íslands. Hver er munurinn? Bókhald Umhverfisstofnunar um losun frá landsvæði er skrásett út frá landfræðilegu tilliti og einskorðast ekki við Íslendinga. Bókhald Hagstofunnar um losun frá hagkerfi Íslands snýr að losun frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, hvar sem þeir eru í heiminum. Tilgangur þess er því að meta losun út frá atvinnugreinum í hlutfalli við fjölda starfsfólks, veltu og skattagreiðslur atvinnugreinana. Hvernig flokkast losunin? Losunarbókhald Hagstofu Íslands tekur inn alla flutninga milli landa (sem eru reknir af íslenskum flugfélögum og skipafélögum). Alþjóðasamgöngur, óháð því hvar fyrirtæki eru skráð, eru eingöngu teknar inn í losunarbókhald Umhverfisstofnunar þegar umrædd félög kaupa eldsneyti á Íslandi. Losun sem á sér stað þegar erlendir ferðamenn aka um landið, eða þegar togarar sem eru í rekstri erlendra félaga veiða í íslenskri lögsögu er ekki inni í bókhaldi Hagstofu Íslands. Hins vegar er þessi losun inni í losunarbókhaldi Umhverfisstofnunar, í þeim tilfellum þar sem umræddir aðilar kaupa eldsneyti á Íslandi. Bókhald Umhverfisstofnunar innifelur losun og bindingu sem á sér stað vegna landnotkunar og skógræktar. Þessi losun er ekki tekin inn í losunarbókhald Hagstofu Íslands þar sem landsvæði telst ekki vera hluti af hagkerfinu. Þurfum við hvort tveggja? Útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda með aðferðunum tveimur sýna ólíkar niðurstöður sem eru þó báðar réttar. Að skoða eingöngu annað bókhaldið segir bara hálfa söguna. Hvar eru tölurnar birtar? Niðurstöður losunarbókhalds Umhverfisstofnunar eru settar fram árlega í Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (e. National Inventory Report (NIR)). Losunarbókhald Umhverfisstofnunar fellur undir rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Öll aðildarríki þessa samnings skila inn slíku bókhaldi. Bókhaldið er forsenda uppgjörs skuldbindinganna sem Ísland hefur gagnvart Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum vegna Parísarsamningsins. Ríki sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu skila bókhaldi um losun frá hagkerfi (e. Air Emission Accounts (AEA)) til Hagstofu Evrópusambandsins (e. Eurostat). Þessu bókhaldi fylgja engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar en Evrópuþingið hefur nýtt þessa reikninga til grundvallar lagasetningar þar sem reikningarnir tengjast öðrum efnahagsreikningum, svo sem landsframleiðslu og atvinnutölfræði. Höfundar þessarar greinar eru Rafn Helgason, Þorsteinn Aðalsteinsson og Fífa Jónsdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hagstofunnar og Landgræðslunnar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar