Hvenær er komið gott? Yousef Ingi Tamimi skrifar 7. nóvember 2023 08:30 Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu. Nú þegar liðinn er mánuður frá því að Ísrael hóf stórsókn sína gagnvart Palestínu hafa viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar verið dræm. Það virðist ríkja óeining milli flokka um hvernig á að bregðast við og á sama tíma hljóma viðvörunarbjöllur innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem kjósendur flokksins eru ekki sama máli og utanríkisráðherra. Vandamálið er að Bjarni Benediktsson hefur með skipun um hjásetu við kosningar um tafarlaust vopnahlé á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðana tekið afstöðu með kúgaranum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og íslensku ríkisstjórnarinnar. Kúgarinn, Ísrael, stundar þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir sem að getur varla samrýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins. Utanríkisráðherra virðist ekki fær um að gagnrýna alvarlegar árásir og ítrekuð brot Ísraels á alþjóðalögum á erlendri grundu og með þessu athæfi sínu hefur hann orðið þjóðinni till skammar með orðhengilshætti og útúrsnúningum. Á sama tíma og hann hunsar staðreyndir hefur hann dregið flokkinn sinn niður í það drullusvað sem það er að styðja við þjóðarmorð í Palestínu. Framtíðin ein mun dæma hann en framtíð flokksins liggur í höndum félagsmanna. Þótt að utanríkisráðherrann eigi erfitt með að skilja hugtakið árás þá gerir meirihluti þjóðarinnar það ekki. Það er ekki erfitt að skilja árás á flóttamannabúðir, árásir á sjúkrahús er ekki erfitt að skilja og árásir á saklausa borgara sem eru að reyna flýja stöðugt sprengjuregn ísraelska hersins er ekkert sérstaklega erfitt að skilja. Því miður virðast staðreyndir flækjast fyrir utanríkisráðherra og formanni utanríkismálanefndar. Á meðan flestar alþjóðastofnanir krefjast tafarlaus vopnahlés, krefjast endaloka hernámsins og krefjast friðar fyrir Palestínu þá virðist vera að utanríkisráðherrann og formaður utanríkismálanefndar hunsa staðreyndir og veruleikann. Þau keyra áfram eina stefnu, Ísrael hefur rétt á að verja sig, og á sama tíma hunsa þau ítrekuð alvarleg brot Ísraels gagnvart Palestínu. Utanríkisráðherrann reynir að halda því fram í fjölmiðlum hérlendis að afstaðan sé skýr en hefur svo allt aðra afstöðu á erlendri grundu. Með afstöðu utanríkisráðherra hefur hann sett svartan blett á utanríkisstefnu Íslands. Heilbrigðiskerfið á Gaza er hrunið, sjúkrahús hafa umturnast í líkhús og enginn staður er öruggur. Yfir 100 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið myrtir, yfir 30 sjúkrabílar eyðilagðir og ráðist sérstaklega á sólarrafhlöður sjúkrahúsa til að fyrirbyggja getu sjúkrahúsanna til að sinna sjúkum og slösuðum. Fyrir utan þær 10 þúsund manneskjur sem hafa verið myrtir í loftárásum Ísraels þá deyja hundruð vegna skorts af lyfjum og meðferða vegna aðgerða Ísraels. Ráðist hefur verið á einstaklinga á flótta undan skriðdrekum ísraelska hersins og hafa loftárásir verið framkvæmdar á sjúkrabíla sem áttu að flytja slasaða til Rafah. Virðing Ísraels fyrir alþjóðalögum og mannréttindum er engin. Á meðan foreldrar í Gaza reyna að finna skjól fyrir börnin sín reynir utanríkismálaráðherra að réttlæta afstöðuleysið sitt með einkaskilaboðum á einstaklinga á samfélagsmiðlum. Á meðan börn liggja grafin undir rústum sundursprengda húsa birtir formaður utanríkismálanefndar myndir af „Halloween“ skreytingum sundurskorna barna. Veruleikafirring, dómgreindarleysi og smekkleysa þessara einstaklinga er algjör og virðast þau ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Blindur stuðningur þeirra við Ísrael og skortur af beinni fordæmingu gagnvart alvarlegum mannréttindabrotum, þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum Ísraels vekur till umhugsunar um raunverulega getu þeirra að sinna því starfi sem að þau hafa. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar