Krafa þjóðarinnar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar. Kosningar til stjórnlagaþings fóru þannig til að mynda fram í lok nóvember 2010 og var kjörsóknin aðeins 36,8%. Verkefni þingsins var ekki að semja nýja stjórnarskrá eins og stundum er fullyrt heldur einungis að „endurskoða og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins“ eins og sagði í greinargerð með frumvarpi til laga um það. Sama átti við um stjórnlagaráð sem skipað var eftir að kosningarnar voru dæmdar ólögmætar. Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs. Til stóð áður að halda hana samhliða forsetakosningunum um vorið í von um að auka líkurnar á því að fólk mætti á kjörstað en það reyndist ekki mögulegt. Kosningaþátttakan um haustið var aðeins 48,9%. Einungis um þriðjungur kjósenda á kjörskrá sagðist hlynntur því að tillögurnar yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Fámenn hátíðarhöld á Austurvelli Fjórum sinnum hefur verið efnt til þingkosninga síðan ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá fengu mest um þriðjung atkvæða samanlagt í kosningunum 2013 en harkalega var tekizt á um málið á Alþingi í aðdraganda þeirra. Hins vegar skiluðu kosningarnar þeim tveimur flokkum sem andvígir voru málinu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta. Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá almennt farið minnkandi og var einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum 2021 þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja einungis slík framboð. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar stóraukizt meðal annars í kjölfar þess að flokkurinn hætti að leggja áherzlu á málið. Fyrir ári síðan boðaði Stjórnarskrárfélagið til hátíðarhalda á Austurvelli í tilefni þess að tíu ár voru þá liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Var atburðurinn vandlega auglýstur í fjölmiðlum og á Facebook-síðu félagsins vikurnar og mánuðina á undan. Skemmst er hins vegar frá því að segja að sárafáir létu sjá sig. Raunar svo fáir að ekkert var fjallað meira um hátíðarhöldin á Facebook-síðunni eftir að þau hófust. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti hefur það ítrekað sýnt sig þegar til kastanna hefur komið að þjóðin hefur haft vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á málinu. Þá ekki sízt í þingkosningum þar sem framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá hafa fengið minna fylgi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Við þetta má bæta að ráðgefandi þjóðaratkvæðið frá 2012 hefur í reynd þegar verið uppfyllt enda voru tillögur stjórnlagaráðs „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga á Alþingi en tekið var skýrt fram bæði á kjörseðlinum og í kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að síðasta orðið í þeim efnum lægi hjá þinginu í samræmi við stjórnskipun landsins. Tvennt er fyrir vikið hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til verkefnis ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þær eru taldar nýtast, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar. Kosningar til stjórnlagaþings fóru þannig til að mynda fram í lok nóvember 2010 og var kjörsóknin aðeins 36,8%. Verkefni þingsins var ekki að semja nýja stjórnarskrá eins og stundum er fullyrt heldur einungis að „endurskoða og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins“ eins og sagði í greinargerð með frumvarpi til laga um það. Sama átti við um stjórnlagaráð sem skipað var eftir að kosningarnar voru dæmdar ólögmætar. Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs. Til stóð áður að halda hana samhliða forsetakosningunum um vorið í von um að auka líkurnar á því að fólk mætti á kjörstað en það reyndist ekki mögulegt. Kosningaþátttakan um haustið var aðeins 48,9%. Einungis um þriðjungur kjósenda á kjörskrá sagðist hlynntur því að tillögurnar yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Fámenn hátíðarhöld á Austurvelli Fjórum sinnum hefur verið efnt til þingkosninga síðan ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá fengu mest um þriðjung atkvæða samanlagt í kosningunum 2013 en harkalega var tekizt á um málið á Alþingi í aðdraganda þeirra. Hins vegar skiluðu kosningarnar þeim tveimur flokkum sem andvígir voru málinu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta. Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá almennt farið minnkandi og var einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum 2021 þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja einungis slík framboð. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar stóraukizt meðal annars í kjölfar þess að flokkurinn hætti að leggja áherzlu á málið. Fyrir ári síðan boðaði Stjórnarskrárfélagið til hátíðarhalda á Austurvelli í tilefni þess að tíu ár voru þá liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Var atburðurinn vandlega auglýstur í fjölmiðlum og á Facebook-síðu félagsins vikurnar og mánuðina á undan. Skemmst er hins vegar frá því að segja að sárafáir létu sjá sig. Raunar svo fáir að ekkert var fjallað meira um hátíðarhöldin á Facebook-síðunni eftir að þau hófust. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti hefur það ítrekað sýnt sig þegar til kastanna hefur komið að þjóðin hefur haft vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á málinu. Þá ekki sízt í þingkosningum þar sem framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá hafa fengið minna fylgi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Við þetta má bæta að ráðgefandi þjóðaratkvæðið frá 2012 hefur í reynd þegar verið uppfyllt enda voru tillögur stjórnlagaráðs „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga á Alþingi en tekið var skýrt fram bæði á kjörseðlinum og í kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að síðasta orðið í þeim efnum lægi hjá þinginu í samræmi við stjórnskipun landsins. Tvennt er fyrir vikið hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til verkefnis ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þær eru taldar nýtast, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun