Skoðun

Hvað er í gangi í þjóð­fé­laginu?

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar

Nýlega var vígð ný og flott tveggja akreina brú yfir Þorskafjörð 260 metra löng auk 2,7 kílómetra vegarkafla að brúnni. Það er sagt að kostnaðurinn hafi verið af öllu verkinu um tveir milljarðar króna. Á sama tíma er áætlað að bjóða út nýja brú yfir Fossvog og þar er kostnaður sagður vera um átta milljarðar fyrir jafn langa brú eða 260 metrar. Annað dæmi langar mig til að viðra en það eru vegaframkvæmdir um Teigskóg en þar hreppti Borgarverk verkið og bauð afgerandi lægst eða ¾ af áætluðum kostnaði sem var 1,1 miljarðiur króna. Ég kemst því ekki hjá að spyrja þar sem kostnaðurinn við fyrrgreinda brúarsmíð er all verulegur annars vegar og hins vegar að Borgarverk treystir sér til að slá af vegaframkvæmdum um Teigskóg um hvorki meira né minna en ¾ af kostnaðarverði við þá framkvæmd. Því spyr ég eigum við almenningur, sem ber auðvitað kostnaðinn þegar upp er staðið og fyrir rest að trúa því að í þessu þjóðfélagi séu á ferð í sambandi við fjármögnunar áætlanir gjörspilltir verktakar og jafnvel embættismenn sem skara alfarið eld að sinni köku og hver er þá framtíðin?

Höfundur er ellilífeyrisþegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×