Að stjórna eða ekki? Indriði Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Í aðdraganda kosninga förum við stjórnmálafólkið jafnan í sparifötin (bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega) enda allt lagt í sölurnar til að vinna hylli kjósenda - það er jú forsenda þess að komast til valda. Covid kosningar Síðustu kosningar fóru fram í nokkuð sérstöku umhverfi. Frambjóðendur fóru misvíða, almennt baðaðir í spritti og stundum huldir grímum, sem kann að skjóta skökku við þegar hugmyndin er að kynna sig. Því stjórnuðu sérfræðingar en ekki stjórnmálafólk. Sérfræðingar sem stjórnuðu á þeim forsendum að það þyrfti að hefta útbreiðslu á Covid-19 en í því ljósi voru takmarkanir almennt samfélagslega samþykktar (fyrir utan lítinn en háværan hóp). Hulið grímum og baðað spritti fundaði stjórnmálafólk og leitaði að bestu slagorðunum á milli þess sem það tók skyndipróf sem virtust þurfa að fara nánast inn í heilann til þess að vera nógu nákvæm. Hvernig skyldu þessi slagorð standast tímans tönn? Var í þeim að finna einhverja vísbendingu um hvernig þessir flokkar myndu starfa saman og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenska þjóð? Það skiptir máli hver stjórnar Vinstrihreyfingin - Grænt framboð leggur mikið upp úr því hver stjórnar, með það fyrir augum að tryggja að þau stjórni. Þau eru samt minna til í að taka ábyrgð á því sem fólkið sem stjórnar með þeim gerir. Hvort sem um er að ræða útlendinga, hvali, rafbyssur eða Lindarhvoll þá eru þau full samúðar og allt er þetta mun skárra en það hefði annars verið, hefði einhver annar stjórnað. En er þetta stjórnun? Það er í það minnsta ljóst að forsætisráðherra stjórnaði ekki afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé í Palestínu. Er ekki bara best að stjórna? Besta slagorðið var sennilega það metnaðarlausasta. Mögulega í samræmi við tíðarandann en ég veit ekki hvað átti að vera best við það að kjósa Framsókn. Í samanburði við nágrannalöndin erum við að ná mjög takmörkuðum árangri í verðbólgu eða húsnæðisuppbyggingu. Hér eru vextir háir, verðbólgan hærri og húsnæðisverð búið að hækka nær stanslaust á kjörtímabilinu fyrir þau sem vonuðust eftir því þá var þetta mögulega fínn díll. Fyrir okkur hin var þetta sennilega ekki “best”. Traust efnahagsstjórn besta velferðin Til að gæta allrar sanngirni er sennilega nokkuð til í þessu. Í það minnsta höfum við hvorki séð mikið um trausta efnahagsstjórn né velferð. Áherslan hefur verið á hvalveiðar sem tap er á, ótrúlegar embættisfærslur Jóns Gunnarssonar - til að mynda óskynsamlega notkun fjármagns í útlendingamálum, reglugerðarklúður í kringum kosningar, rafbyssur, rannsóknarheimildir lögreglu, innflutning á líkkistum og að neita þingnefnd um gögn( sem enduðu á að lagt var fram vantraust á ráðherrann sem hann rétt vék sér undan þar sem hann væri jú að fara að hætta). En eins og þetta sé ekki nóg, meinaði síðan þingforseti þingmönnum að spyrja um Lindarhvoll og að lokum seldu þau banka sem hefur á síðasta áratug skilað yfir 100 milljörðum í arð til að hlífa okkur almenningi við allri þessari áhættu af því að eiga hann. Það gekk svo vel að formaður flokksins þurfti að segja af sér embætti og sætta sig við að verða utanríkisráðherra til að tryggja að þau fái að halda áfram að selja bankann. Nú nokkrum vikum síðar er komið upp nýtt vesen. Umdeild afstaða Íslands á alþjóðavettvangi í garð mannúðarvopnahlés var ekki í samræmi við væntingar forsætisráðherra. Væri ekki snjallt að sami ráðherra axlaði nú aftur ábyrgð og tæki við fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eða þarf hann að finna sér annað ráðuneyti? Það skiptir jú máli hver stjórnar. Kalliði þetta að stjórna? Nú virðist samt vera að stjórnin sé ekki að stjórna miklu. Í það minnsta ætla þau ekki að skipta sér af einhverjum kjaraviðræðum, nei það væri óeðlilegt. Þrátt fyrir varnarorð Seðlabankastjóra ætla þau heldur ekki að gera neitt til að liðka fyrir jafnvægi á mörkuðum svo verðbólgan bara hækkar. Síðan fóru öll frumvörpin sem búið var að vinna í vor og voru tilbúin - aðeins þriðja umræða eftir - beint í ruslið. Hvort sem þau fjölluðu um húsnæðisuppbyggingu, loftslagsmál, raforkumál eða annað fóru þau í ruslið, þegar búið var að ræða þau. Í öllum samanburði er mun mikilvægara hvernig er stjórnað en hver stjórnar. Það blasir við að ríkisstjórnin er sundruð, ósamstíga og buguð. Það er pínlegt að horfa upp á stjórnarliða meðvirka hver með öðrum og þess á milli afneita öllu sem samherjarnir gera áður en þau halda síðan blaðamannafund um að þau ætli nú bara að halda áfram því sem þau kalla að stjórna. Við munum varla sjá þingrof núna, því þá yrði kosið um miðjan desember. En miðað við hversu tíð hneykslismálin eru kæmi ekki á óvart að sjá nokkur til viðbótar upp úr áramótum og best væri að við myndum kjósa næsta vor, þá tekur kannski einhver við keflinu sem myndi raunverulega stjórna. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga förum við stjórnmálafólkið jafnan í sparifötin (bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega) enda allt lagt í sölurnar til að vinna hylli kjósenda - það er jú forsenda þess að komast til valda. Covid kosningar Síðustu kosningar fóru fram í nokkuð sérstöku umhverfi. Frambjóðendur fóru misvíða, almennt baðaðir í spritti og stundum huldir grímum, sem kann að skjóta skökku við þegar hugmyndin er að kynna sig. Því stjórnuðu sérfræðingar en ekki stjórnmálafólk. Sérfræðingar sem stjórnuðu á þeim forsendum að það þyrfti að hefta útbreiðslu á Covid-19 en í því ljósi voru takmarkanir almennt samfélagslega samþykktar (fyrir utan lítinn en háværan hóp). Hulið grímum og baðað spritti fundaði stjórnmálafólk og leitaði að bestu slagorðunum á milli þess sem það tók skyndipróf sem virtust þurfa að fara nánast inn í heilann til þess að vera nógu nákvæm. Hvernig skyldu þessi slagorð standast tímans tönn? Var í þeim að finna einhverja vísbendingu um hvernig þessir flokkar myndu starfa saman og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenska þjóð? Það skiptir máli hver stjórnar Vinstrihreyfingin - Grænt framboð leggur mikið upp úr því hver stjórnar, með það fyrir augum að tryggja að þau stjórni. Þau eru samt minna til í að taka ábyrgð á því sem fólkið sem stjórnar með þeim gerir. Hvort sem um er að ræða útlendinga, hvali, rafbyssur eða Lindarhvoll þá eru þau full samúðar og allt er þetta mun skárra en það hefði annars verið, hefði einhver annar stjórnað. En er þetta stjórnun? Það er í það minnsta ljóst að forsætisráðherra stjórnaði ekki afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé í Palestínu. Er ekki bara best að stjórna? Besta slagorðið var sennilega það metnaðarlausasta. Mögulega í samræmi við tíðarandann en ég veit ekki hvað átti að vera best við það að kjósa Framsókn. Í samanburði við nágrannalöndin erum við að ná mjög takmörkuðum árangri í verðbólgu eða húsnæðisuppbyggingu. Hér eru vextir háir, verðbólgan hærri og húsnæðisverð búið að hækka nær stanslaust á kjörtímabilinu fyrir þau sem vonuðust eftir því þá var þetta mögulega fínn díll. Fyrir okkur hin var þetta sennilega ekki “best”. Traust efnahagsstjórn besta velferðin Til að gæta allrar sanngirni er sennilega nokkuð til í þessu. Í það minnsta höfum við hvorki séð mikið um trausta efnahagsstjórn né velferð. Áherslan hefur verið á hvalveiðar sem tap er á, ótrúlegar embættisfærslur Jóns Gunnarssonar - til að mynda óskynsamlega notkun fjármagns í útlendingamálum, reglugerðarklúður í kringum kosningar, rafbyssur, rannsóknarheimildir lögreglu, innflutning á líkkistum og að neita þingnefnd um gögn( sem enduðu á að lagt var fram vantraust á ráðherrann sem hann rétt vék sér undan þar sem hann væri jú að fara að hætta). En eins og þetta sé ekki nóg, meinaði síðan þingforseti þingmönnum að spyrja um Lindarhvoll og að lokum seldu þau banka sem hefur á síðasta áratug skilað yfir 100 milljörðum í arð til að hlífa okkur almenningi við allri þessari áhættu af því að eiga hann. Það gekk svo vel að formaður flokksins þurfti að segja af sér embætti og sætta sig við að verða utanríkisráðherra til að tryggja að þau fái að halda áfram að selja bankann. Nú nokkrum vikum síðar er komið upp nýtt vesen. Umdeild afstaða Íslands á alþjóðavettvangi í garð mannúðarvopnahlés var ekki í samræmi við væntingar forsætisráðherra. Væri ekki snjallt að sami ráðherra axlaði nú aftur ábyrgð og tæki við fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eða þarf hann að finna sér annað ráðuneyti? Það skiptir jú máli hver stjórnar. Kalliði þetta að stjórna? Nú virðist samt vera að stjórnin sé ekki að stjórna miklu. Í það minnsta ætla þau ekki að skipta sér af einhverjum kjaraviðræðum, nei það væri óeðlilegt. Þrátt fyrir varnarorð Seðlabankastjóra ætla þau heldur ekki að gera neitt til að liðka fyrir jafnvægi á mörkuðum svo verðbólgan bara hækkar. Síðan fóru öll frumvörpin sem búið var að vinna í vor og voru tilbúin - aðeins þriðja umræða eftir - beint í ruslið. Hvort sem þau fjölluðu um húsnæðisuppbyggingu, loftslagsmál, raforkumál eða annað fóru þau í ruslið, þegar búið var að ræða þau. Í öllum samanburði er mun mikilvægara hvernig er stjórnað en hver stjórnar. Það blasir við að ríkisstjórnin er sundruð, ósamstíga og buguð. Það er pínlegt að horfa upp á stjórnarliða meðvirka hver með öðrum og þess á milli afneita öllu sem samherjarnir gera áður en þau halda síðan blaðamannafund um að þau ætli nú bara að halda áfram því sem þau kalla að stjórna. Við munum varla sjá þingrof núna, því þá yrði kosið um miðjan desember. En miðað við hversu tíð hneykslismálin eru kæmi ekki á óvart að sjá nokkur til viðbótar upp úr áramótum og best væri að við myndum kjósa næsta vor, þá tekur kannski einhver við keflinu sem myndi raunverulega stjórna. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun