„Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. október 2023 21:43 Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust innra með Þorleifi eftir tap kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var bæði furðu rólegur og sáttur eftir tap í æsispennandi leik gegn Keflavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 78-80 í Grindavík í kvöld. Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira