Ef þingflokksformaðurinn tæki niður frjálshyggjugleraugun Árni Guðmundsson skrifar 30. október 2023 11:30 Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Árni Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar