Sigursteinn Arndal: Hann var stórkostlegur sóknarlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 27. október 2023 20:45 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego FH vann átta marka sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum, ÍBV, í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 35-27. Með sigrinum styrkti FH stöðu sína í öðru sæti Olís-deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur að leikslokum. Honum fannst liðið þó spila illa varnarlega í fyrri hálfleik en FH-ingar voru skrefi á eftir Eyjamönnum í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson tryggði þó það að jafnt var í hálfleik, 14-14. „Í fyrri hálfleik spilum við ágætis sóknarleik, allt of softvarnarlega. Vorum bara með fimm brotin fríköst og ekkert frumkvæði í okkar varnarleik en það kom svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem allt annað var upp á teningnum og þess vegna unnum við þennan sigur í dag,“ sagði Sigursteinn. „Við komum sterkt inn í seinni hálfleik. Síðustu fimm í fyrri hálfleik var einhver vísir af varnarleik sem fylgdi okkur svo bara áfram og byrjuðum mjög sterkt varnarlega í seinni hálfleik.“ FH kom að fítonskrafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði fyrstu fimm mörkin og kom sér þar með í vænlega stöðu það sem eftir lifði leiks. Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleiknum hafði Sigursteinn þetta að segja. „Við fórum aðeins yfir þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til að spila varnarleik.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir um 20 mínútna leik og spilað því aðeins í uppstilltum sóknarleik heimamanna sem eftir lifði leiks. Aron var því allt í öllu í sóknarleik FH það sem eftir lifði leiks og endaði með 9 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum „Hann var stórkostlegur sóknarlega allan leikinn og mögulega hjálpaði honum það eitthvað að geta fengið pásuna varnarlega. Auðvitað hefðum við betur viljað að vera lausir við tvisvar tvær í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. Nú er komið hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja. FH-ingar ætla að nýta þá pásu vel enda mikil törn hjá liðinu fram að jólum. „Það er bara nóg af verkefnum. Erum núna búnir með tvær umferðir í Evrópu og eigum aðra fram undan núna fyrir jól. Núna þurfum við að nýta næstu tíu daga til tvær vikur í að undirbúa okkur fyrir næstu periodu af leikjum sem kemur og við verðum klárir,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur að leikslokum. Honum fannst liðið þó spila illa varnarlega í fyrri hálfleik en FH-ingar voru skrefi á eftir Eyjamönnum í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson tryggði þó það að jafnt var í hálfleik, 14-14. „Í fyrri hálfleik spilum við ágætis sóknarleik, allt of softvarnarlega. Vorum bara með fimm brotin fríköst og ekkert frumkvæði í okkar varnarleik en það kom svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem allt annað var upp á teningnum og þess vegna unnum við þennan sigur í dag,“ sagði Sigursteinn. „Við komum sterkt inn í seinni hálfleik. Síðustu fimm í fyrri hálfleik var einhver vísir af varnarleik sem fylgdi okkur svo bara áfram og byrjuðum mjög sterkt varnarlega í seinni hálfleik.“ FH kom að fítonskrafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði fyrstu fimm mörkin og kom sér þar með í vænlega stöðu það sem eftir lifði leiks. Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleiknum hafði Sigursteinn þetta að segja. „Við fórum aðeins yfir þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til að spila varnarleik.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir um 20 mínútna leik og spilað því aðeins í uppstilltum sóknarleik heimamanna sem eftir lifði leiks. Aron var því allt í öllu í sóknarleik FH það sem eftir lifði leiks og endaði með 9 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum „Hann var stórkostlegur sóknarlega allan leikinn og mögulega hjálpaði honum það eitthvað að geta fengið pásuna varnarlega. Auðvitað hefðum við betur viljað að vera lausir við tvisvar tvær í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. Nú er komið hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja. FH-ingar ætla að nýta þá pásu vel enda mikil törn hjá liðinu fram að jólum. „Það er bara nóg af verkefnum. Erum núna búnir með tvær umferðir í Evrópu og eigum aðra fram undan núna fyrir jól. Núna þurfum við að nýta næstu tíu daga til tvær vikur í að undirbúa okkur fyrir næstu periodu af leikjum sem kemur og við verðum klárir,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira