Hrikalega sýnileg Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 27. október 2023 12:00 Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október. Þá klæðast ungir sem aldnir skelfilegum búningum, ganga um borg og bý og sækja sér sælgæti. Mikilvægt er að gæta sín í ljósaskiptunum og þá ekki einungis á skrímslum og furðuverum heldur ekki síður í umferðinni. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem tilvalið er að hengja á sig áður en haldið er út í myrkrið. Fimm sinnum öruggari Óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, sjást illa í myrkrinu þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós. Vitað er að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því klárt mál að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir alvarleg slys. Allir ættu því að nota endurskinsmerki þegar rökkva tekur, bæði börn og fullorðnir. Nú tekur við dimmasti tími ársins og þá er mikilvægt að hafa endurskinsmerki til taks. Hægt er meðal annars að nálgast endurskinsmerki hjá tryggingafélögum, í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Hvar er best að koma endurskinsmerkjum fyrir? Endurskinsmerki þurfa að vera vel sýnileg og gott er að hafa þau til dæmis fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er hægt að setja endurskinsmerki á bakpoka eða tösku. Hægt er að fá ýmiss konar klæðnað með endurskini svo sem húfur, vettlinga og annan fatnað. Endurskinsmerki eru til í fjölbreyttu formi, bæði smellumerki og merki sem næla má í flíkur og víðar. Endurskinsvesti eru líka gagnleg þegar ætlunin er að vera vel sýnileg, til dæmis á hlaupum eða göngu. Endurskin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn sjá óvarða vegfarendur því minni líkur eru á slysi. Forvarnagildi endurskinsmerkja er því óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda til muna. Vel merktir faraskjótar Færst hefur í vöxt að börn og fullorðnir ferðist um á hjólum, rafmagnshjólum, rafhlaupahjólum og léttum bifhjólum. Ákveðnar reglur eru um ljós og endurskin á þessum hjólum og mikilvægt að kynna sér þær vel. Reiðhjól skal búið rauðu þríhliða glitmerki og gul eða hvít glitmerki skulu vera í teinum hjólsins. Einnig á að vera ljósker að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljósker að aftan sem lýsir rauðu ljósi ef reiðhjól er notað í myrkri eða skertu skyggni. Rafhlaupahjól þurfa að hafa öflugt ljós að framan og rautt að aftan. Kveikja þarf á ljósum þegar dimmir og einnig þarf að vera endurskin á hjólinu, bæði að framan og aftan. Ljós skulu alltaf vera kveikt þegar ekið er á bifhjóli. Ljós og endurskin, bæði á hjóli og hjólreiðamanni auka sýnileika og öryggi til muna og því nauðsynlegt að huga að því að þessi öryggisbúnaður sé í lagi. Sjáumst í skammdeginu Árstíðaskiptin fela alltaf í sér ákveðna stemningu og um að gera að njóta þess að gera sér dagamun á hræðilegri hrekkjavöku og öðrum vetrarhátíðum. En gætum þess að huga að öryggi okkar og annarra þegar farið er á stjá svo allir skili sér heilir heim. Verum sýnileg og ökum löglega og af varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Hrekkjavaka Börn og uppeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október. Þá klæðast ungir sem aldnir skelfilegum búningum, ganga um borg og bý og sækja sér sælgæti. Mikilvægt er að gæta sín í ljósaskiptunum og þá ekki einungis á skrímslum og furðuverum heldur ekki síður í umferðinni. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem tilvalið er að hengja á sig áður en haldið er út í myrkrið. Fimm sinnum öruggari Óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, sjást illa í myrkrinu þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós. Vitað er að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því klárt mál að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir alvarleg slys. Allir ættu því að nota endurskinsmerki þegar rökkva tekur, bæði börn og fullorðnir. Nú tekur við dimmasti tími ársins og þá er mikilvægt að hafa endurskinsmerki til taks. Hægt er meðal annars að nálgast endurskinsmerki hjá tryggingafélögum, í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Hvar er best að koma endurskinsmerkjum fyrir? Endurskinsmerki þurfa að vera vel sýnileg og gott er að hafa þau til dæmis fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er hægt að setja endurskinsmerki á bakpoka eða tösku. Hægt er að fá ýmiss konar klæðnað með endurskini svo sem húfur, vettlinga og annan fatnað. Endurskinsmerki eru til í fjölbreyttu formi, bæði smellumerki og merki sem næla má í flíkur og víðar. Endurskinsvesti eru líka gagnleg þegar ætlunin er að vera vel sýnileg, til dæmis á hlaupum eða göngu. Endurskin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn sjá óvarða vegfarendur því minni líkur eru á slysi. Forvarnagildi endurskinsmerkja er því óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda til muna. Vel merktir faraskjótar Færst hefur í vöxt að börn og fullorðnir ferðist um á hjólum, rafmagnshjólum, rafhlaupahjólum og léttum bifhjólum. Ákveðnar reglur eru um ljós og endurskin á þessum hjólum og mikilvægt að kynna sér þær vel. Reiðhjól skal búið rauðu þríhliða glitmerki og gul eða hvít glitmerki skulu vera í teinum hjólsins. Einnig á að vera ljósker að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljósker að aftan sem lýsir rauðu ljósi ef reiðhjól er notað í myrkri eða skertu skyggni. Rafhlaupahjól þurfa að hafa öflugt ljós að framan og rautt að aftan. Kveikja þarf á ljósum þegar dimmir og einnig þarf að vera endurskin á hjólinu, bæði að framan og aftan. Ljós skulu alltaf vera kveikt þegar ekið er á bifhjóli. Ljós og endurskin, bæði á hjóli og hjólreiðamanni auka sýnileika og öryggi til muna og því nauðsynlegt að huga að því að þessi öryggisbúnaður sé í lagi. Sjáumst í skammdeginu Árstíðaskiptin fela alltaf í sér ákveðna stemningu og um að gera að njóta þess að gera sér dagamun á hræðilegri hrekkjavöku og öðrum vetrarhátíðum. En gætum þess að huga að öryggi okkar og annarra þegar farið er á stjá svo allir skili sér heilir heim. Verum sýnileg og ökum löglega og af varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar