Ólöglærður rekur dómsmál, réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. október 2023 12:31 Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar