Inngilding og hvernig hún reiðir sig á ólaunaða vinnu erlendra kvenna Christina Milcher skrifar 24. október 2023 10:01 Félagið okkar skipar sæti í ríkis- og sveitafélagsnefndum og er oft boðið á fundi sem og vinnufundi þar sem málefni innflytjenda eru rædd. Þar að auki hafa önnur félög, til dæmis innan verkalýðshreyfingarinnar oft samband við okkur varðandi ýmsa viðburði eins og til dæmis kvennaverkfallið í dag. Stjórnin okkar er skipuð af sjálfboðaliðum sem þýðir að til að mæta á þessa fundi þurfa fulltrúar okkar að taka sér frí úr vinnu þar sem fundirnir eru yfirleitt á vinnutíma. Flestir aðrir þátttakendur þessara funda eru starfsfólk á vegum ríkisins, borgarinnar eða stéttafélaganna og eru því þarna á vegum vinnunnar sinnar. Aðeins ein af þessum stofnunum greiðir fulltrúa okkar fyrir fundarsetu. Auk þess sem fulltrúi okkar er yfirleitt sá eini af erlendum uppruna. Þetta skapar mikið álag á fulltrúann okkar, enda er ekki nóg að hann mæti heldur er hann líka í forsvari fyrir breiðan og fjölbreyttan hóp. Fyrir þessar stofnanir er þátttaka okkar leið til að sýna að þeim er umhugað um inngildingu. Hins vegar er vert að spyrja hvers vegna nánast ekkert af starfsfólki þessara stofnana sé af erlendum uppruna? Við erum sannarlega þakklát fyrir inngildandi nálgun skipuleggjanda kvennaverkfalls þessa árs en á sama tíma finnst okkur að stéttarfélögin ættu að nýta þetta tækifæri til að rannsaka þennan ójöfnuð innan sinna raða. Það er flott hjá forsætisráðherranum að taka þátt í kvennaverkfallinu en okkur finnst að það heði mátt nýta þetta tækifæri til að ræða ráðningarferlið í ráðuneytunum og öðrum ríkisstofnunum. Það er enginn skortur á færum konum af erlendum uppruna á Íslandi, við ættum því ekki að þurfa að reiða okkur á ólaunað vinnuafl til þess að fá sæti við borðið. Höfundur er varaformaður í W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Félagið okkar skipar sæti í ríkis- og sveitafélagsnefndum og er oft boðið á fundi sem og vinnufundi þar sem málefni innflytjenda eru rædd. Þar að auki hafa önnur félög, til dæmis innan verkalýðshreyfingarinnar oft samband við okkur varðandi ýmsa viðburði eins og til dæmis kvennaverkfallið í dag. Stjórnin okkar er skipuð af sjálfboðaliðum sem þýðir að til að mæta á þessa fundi þurfa fulltrúar okkar að taka sér frí úr vinnu þar sem fundirnir eru yfirleitt á vinnutíma. Flestir aðrir þátttakendur þessara funda eru starfsfólk á vegum ríkisins, borgarinnar eða stéttafélaganna og eru því þarna á vegum vinnunnar sinnar. Aðeins ein af þessum stofnunum greiðir fulltrúa okkar fyrir fundarsetu. Auk þess sem fulltrúi okkar er yfirleitt sá eini af erlendum uppruna. Þetta skapar mikið álag á fulltrúann okkar, enda er ekki nóg að hann mæti heldur er hann líka í forsvari fyrir breiðan og fjölbreyttan hóp. Fyrir þessar stofnanir er þátttaka okkar leið til að sýna að þeim er umhugað um inngildingu. Hins vegar er vert að spyrja hvers vegna nánast ekkert af starfsfólki þessara stofnana sé af erlendum uppruna? Við erum sannarlega þakklát fyrir inngildandi nálgun skipuleggjanda kvennaverkfalls þessa árs en á sama tíma finnst okkur að stéttarfélögin ættu að nýta þetta tækifæri til að rannsaka þennan ójöfnuð innan sinna raða. Það er flott hjá forsætisráðherranum að taka þátt í kvennaverkfallinu en okkur finnst að það heði mátt nýta þetta tækifæri til að ræða ráðningarferlið í ráðuneytunum og öðrum ríkisstofnunum. Það er enginn skortur á færum konum af erlendum uppruna á Íslandi, við ættum því ekki að þurfa að reiða okkur á ólaunað vinnuafl til þess að fá sæti við borðið. Höfundur er varaformaður í W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar