Leiðarljós skynseminnar Árni Már Jensson skrifar 23. október 2023 13:32 Heilbrigð skynsemi er hæfileikinn til að átta sig á því sem öllum á að vera ljóst. Víða skynjar fólk miklar breytingar í nánd án þess endilega að gera sér grein fyrir þeim undirliggjandi orsökum sem breytingunum valda eða átta sig á þeim kaflaskiptum sem breytingunum munu fylgja. Þetta orsakar öryggisleysi sem leiðir af sér tilfinningaleg viðbrögð og ótta sem elur á skautun í hugsun og hegðun. Fólk tekur afstöðu með Ísrael eða á móti. Með Palestínu eða á móti. Með Sýrlandi eða á móti. Með Líbanon eða á móti. Með Jórdaníu eða á móti. Með USA eða á móti. Með Nató eða á móti. Með Tyrklandi eða móti. Með Kúrdum eða á móti. Með Armeníu eða á móti. Með Azerbaijan eða á móti. Með Indlandi eða á móti. Með Pakistan eða á móti. Með Afghanistan eða á móti. Með Íran eða á móti. Með Saudi Arabíu eða á móti. Með Yemen eða á móti og svo má lengi upp telja. Án þess endilega að gera sér grein fyrir dýpri undirliggjandi orsökum þeirrar ókyrrðar sem nú blasir við fyrir botni Miðjarðarhafs, og umhverfst hefur miðausturlönd, suðurálfur og Evrópu umliðin 1.400 ár eða svo, hneigist fólk til að fylkja sér í skotgrafir með eða á móti. Slík tilfinningaviðbrögð virka gjarnan öfugt við tilætlanina og auka á skautun andstæðra póla með útbreiðslu ófriðar inn í nærsamfélög, s.s. vinnustaði, stjórnmálasamtök og fjölskyldur. Þetta gerist þó að við blasi að deilur allra þessara ríkja kristallast í ófriði kringum eina tegund af hugmyndafræði sem sáð hefur sér meðal margra þjóða. Hugmyndafræði sem umber ekki tjáningafrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnræði kynjanna né fjölbreytileika mannsins sem lífveru. Og já, Rússland og Kína eru einnig að sogast inn í þennan myrka spíral ófriðar sem kristallast í kringum sömu hugmyndafræði. Skynsemi mannsins grundvallast á gagnrýnni hugsun. Á getunni til að hemja tilfinningar sínar í þágu vitrænnar niðurstöðu. Niðurstöðu sem lýtur útkomu sem byggir á vegnu mati allra þátta málsaðila grundvallað á þeirri þekkingu sem mögulegt er að afla. Einungis þannig getur niðurstaða og viðhorf kristallað skynsama útkomu sem flestum í hag. Hversu margir hafa t.a.m. kynnt sér sögu, þess svæðis sem nú myndar Ísrael, umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Palestínufólks umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér innihald Gamla og Nýja Testamenti Biblíunnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú gyðingdóms og þar með þrjú þúsund ára gamalt fyrirheit Guðs til Ísraelíta um land þeirra - fyrirheitna landið? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú kristninnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð hugmyndafræði og sögu islam? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Ottomana, Berba og Mára umliðin 1.400 ár og þeirrar hugmyndafræði sem þeir lutu? Hversu margir hafa kynnt sér hvert Hamas, Isis, Hezbollah, Boko Harum og Al Quaida sækja hugmyndafræði sína og hver yfirlýst markmið þeirra eru? Hversu margir hafa kynnt sér hvaða þjóðir fjármagna þessi samtök og hvert þær þjóðir sækja hugmyndafræði sína? Hversu margir hafa kynnt sér hvor aðilinn, Ísrael eða Palestína (og tengd samtök) hafi oftar átt frumkvæði að árásum á gagnstæðan aðila? Aldrei hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og nú á tímum internetsins. Þrátt fyrir það er engu líkara en að skammhlaup verði í dómgreind fólks og mannshugurinn ráði ekki við að lesa sér til um orsakasamhengi og týnist þar með sögunni og skynseminni á hraðbraut upplýsinganna frekar en hitt. Hvers vegna? Jú, þegar maðurinn glatar kyrrðinni til að hugsa, týnir hann sálarfriðnum og verður af skynseminni. Að mynda sér skynsama skoðun um ástandi heimsmála í dag er því sem næst ómögulegt án þess að skilja kristna trú og sögu. Trú sem mótað hefur mannkyn til góðs, og sögu sem upplýsir okkur um orsakasamhengi í tímaröð þeirra atburða heimsmála sem eru liðnir, eiga sér nú stað, og framundan eru. Engin sögu, og trúarleg upplýsing getur frætt okkur betur og með skiljanlegri hætti um þá atburði sem nú ógna heimsfriðnum en Biblían gerir. Rithöfundurinn Fyodor Dostoevsky ritaði: “Ef Guð er dauður er allt leyfilegt.” Týnist maðurinn trú sinni og sögu glatar hann hluta sjálfsvitundar sinnar og þess veruleika sem mótar hann. Að því ófriðartímabili loknu sem nú er í uppsiglingu munum við líta til nýs kafla í sögu mannkyns. Kafla sem færir okkur þriðja og síðasta testamenti Biblíunnar. Testamenti sem mun úthýsa myrkri hugmyndafræði og vísa mannkyni langþráða leið til ljóss og friðar. Af vörum saklausa lambsins sem leitt var til slátrunar rataði kærleikur, viska og ljós. Jesú Kristur sagði: “Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Jóh: 8:31-32 Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigð skynsemi er hæfileikinn til að átta sig á því sem öllum á að vera ljóst. Víða skynjar fólk miklar breytingar í nánd án þess endilega að gera sér grein fyrir þeim undirliggjandi orsökum sem breytingunum valda eða átta sig á þeim kaflaskiptum sem breytingunum munu fylgja. Þetta orsakar öryggisleysi sem leiðir af sér tilfinningaleg viðbrögð og ótta sem elur á skautun í hugsun og hegðun. Fólk tekur afstöðu með Ísrael eða á móti. Með Palestínu eða á móti. Með Sýrlandi eða á móti. Með Líbanon eða á móti. Með Jórdaníu eða á móti. Með USA eða á móti. Með Nató eða á móti. Með Tyrklandi eða móti. Með Kúrdum eða á móti. Með Armeníu eða á móti. Með Azerbaijan eða á móti. Með Indlandi eða á móti. Með Pakistan eða á móti. Með Afghanistan eða á móti. Með Íran eða á móti. Með Saudi Arabíu eða á móti. Með Yemen eða á móti og svo má lengi upp telja. Án þess endilega að gera sér grein fyrir dýpri undirliggjandi orsökum þeirrar ókyrrðar sem nú blasir við fyrir botni Miðjarðarhafs, og umhverfst hefur miðausturlönd, suðurálfur og Evrópu umliðin 1.400 ár eða svo, hneigist fólk til að fylkja sér í skotgrafir með eða á móti. Slík tilfinningaviðbrögð virka gjarnan öfugt við tilætlanina og auka á skautun andstæðra póla með útbreiðslu ófriðar inn í nærsamfélög, s.s. vinnustaði, stjórnmálasamtök og fjölskyldur. Þetta gerist þó að við blasi að deilur allra þessara ríkja kristallast í ófriði kringum eina tegund af hugmyndafræði sem sáð hefur sér meðal margra þjóða. Hugmyndafræði sem umber ekki tjáningafrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnræði kynjanna né fjölbreytileika mannsins sem lífveru. Og já, Rússland og Kína eru einnig að sogast inn í þennan myrka spíral ófriðar sem kristallast í kringum sömu hugmyndafræði. Skynsemi mannsins grundvallast á gagnrýnni hugsun. Á getunni til að hemja tilfinningar sínar í þágu vitrænnar niðurstöðu. Niðurstöðu sem lýtur útkomu sem byggir á vegnu mati allra þátta málsaðila grundvallað á þeirri þekkingu sem mögulegt er að afla. Einungis þannig getur niðurstaða og viðhorf kristallað skynsama útkomu sem flestum í hag. Hversu margir hafa t.a.m. kynnt sér sögu, þess svæðis sem nú myndar Ísrael, umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Palestínufólks umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér innihald Gamla og Nýja Testamenti Biblíunnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú gyðingdóms og þar með þrjú þúsund ára gamalt fyrirheit Guðs til Ísraelíta um land þeirra - fyrirheitna landið? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú kristninnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð hugmyndafræði og sögu islam? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Ottomana, Berba og Mára umliðin 1.400 ár og þeirrar hugmyndafræði sem þeir lutu? Hversu margir hafa kynnt sér hvert Hamas, Isis, Hezbollah, Boko Harum og Al Quaida sækja hugmyndafræði sína og hver yfirlýst markmið þeirra eru? Hversu margir hafa kynnt sér hvaða þjóðir fjármagna þessi samtök og hvert þær þjóðir sækja hugmyndafræði sína? Hversu margir hafa kynnt sér hvor aðilinn, Ísrael eða Palestína (og tengd samtök) hafi oftar átt frumkvæði að árásum á gagnstæðan aðila? Aldrei hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og nú á tímum internetsins. Þrátt fyrir það er engu líkara en að skammhlaup verði í dómgreind fólks og mannshugurinn ráði ekki við að lesa sér til um orsakasamhengi og týnist þar með sögunni og skynseminni á hraðbraut upplýsinganna frekar en hitt. Hvers vegna? Jú, þegar maðurinn glatar kyrrðinni til að hugsa, týnir hann sálarfriðnum og verður af skynseminni. Að mynda sér skynsama skoðun um ástandi heimsmála í dag er því sem næst ómögulegt án þess að skilja kristna trú og sögu. Trú sem mótað hefur mannkyn til góðs, og sögu sem upplýsir okkur um orsakasamhengi í tímaröð þeirra atburða heimsmála sem eru liðnir, eiga sér nú stað, og framundan eru. Engin sögu, og trúarleg upplýsing getur frætt okkur betur og með skiljanlegri hætti um þá atburði sem nú ógna heimsfriðnum en Biblían gerir. Rithöfundurinn Fyodor Dostoevsky ritaði: “Ef Guð er dauður er allt leyfilegt.” Týnist maðurinn trú sinni og sögu glatar hann hluta sjálfsvitundar sinnar og þess veruleika sem mótar hann. Að því ófriðartímabili loknu sem nú er í uppsiglingu munum við líta til nýs kafla í sögu mannkyns. Kafla sem færir okkur þriðja og síðasta testamenti Biblíunnar. Testamenti sem mun úthýsa myrkri hugmyndafræði og vísa mannkyni langþráða leið til ljóss og friðar. Af vörum saklausa lambsins sem leitt var til slátrunar rataði kærleikur, viska og ljós. Jesú Kristur sagði: “Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Jóh: 8:31-32 Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun